Lífið

Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns

Stefán Árni Pálsson skrifar
Josh Brolin og Benicio del Toro eru ánægðir með tónlist Jóhanns.
Josh Brolin og Benicio del Toro eru ánægðir með tónlist Jóhanns. vísir
Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni.

Brolin er í aðalhlutverki ásamt Benicio del Toro sem var einnig virkilega hrifinn af tónlist Íslendingsins.

„Tónlistin í myndinni er einhver sú allra besta sem ég hef heyrt í kvikmynd,“ segir Brolin í samtali við Rotten Tomatoes.

„Tónlistin hjálpar myndinni nokkuð mikið,“ sagði Benicio del Toro. „Jóhann Jóhannsson er maðurinn sem gerði tónlistina. Hann er ótrúlegur. Ég hitti hann í Cannes og hann er svo ótrúlega feimin að ég hugsaði með mér á einum tímapunkti hvort ég væri að tala við rangan mann,“ sagði Brolin.

Ég veit ekki af hverju tónlistin virkar svona vel.

„Tónlistin einhvern veginn opnar jörðina og þú finnur ekki fyrir þér þegar þú ert að horfa á myndina. Hún hefur gríðarleg áhrif á mann.“

Jóhann vann til Golden Globe verðlauna á þessu ári og var einnig tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í myndinni The Theory of Everything.

Hér að neðan má sjá viðtalið við þá báða og einnig má hlusta á tónlistina úr kvikmyndinni. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.