Ný heimsmarkmið Gunnar Bragi Sveinsson, Sigrún Magnúsdóttir og Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson skrifa 25. september 2015 10:08 Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Í dag, föstudaginn 25. september 2015, hefst fundur í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna, þar sem samþykkt verða ný markmið um sjálfbæra þróun, eða heimsmarkmiðin, til styttingar. Markmiðin munu gilda fyrir öll 193 aðildarríki SÞ – líka Ísland – til ársins 2030. En hver eru þessi markmið? Hvers vegna skipta þau okkur máli? Markmiðin eru alls sautján, en skoðum hér nokkur þeirra:5. markmið: Tryggja jafnrétti kynjanna og valdeflingu allra kvenna og stúlkna8. markmið: Stuðla að viðvarandi sjálfbærum hagvexti og arðbærum og mannsæmandi atvinnutækifærum fyrir alla9. markmið: Byggja upp sterka innviði, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu fyrir alla og hlúa að nýsköpun12. markmið: Tryggja sjálfbæra neyslu og framleiðslumynstur11. markmið: Gera borgir og aðra búsetu manna örugga og sjálfbæra fyrir alla14. markmið: Nýta og vernda hafið og auðlindir sjávar á sjálfbæran hátt til að styðja við sjálfbæra þróun Eins og sjá má er gegnumgangandi áhersla í nýju markmiðunum á að allir geti lifað mannsæmandi lífi. Það gildir jafnt fyrir almenning á Íslandi sem og í fjarlægari löndum. Í markmiðunum er mikil áhersla á sjálfbæra nýtingu og stjórnun auðlinda en við Íslendingar vitum vel hversu miklu skiptir að varðveita þær. Umhverfisógnir á borð við loftslagsbreytingar og súrnun sjávar gera að verkum að lífskjörum bæði hér og í þróunarríkjum er stefnt í hættu nema náist utan um vandann. Nýta þarf auðlindir á sjálfbæran hátt með langtímasjónarmið að leiðarljósi. Verkefnin eru ærin og í samræmi við það eru nýju markmiðin metnaðarfull. Auðvitað eru aðstæður í hverju ríki fyrir sig ólíkar en við finnum það betur og betur að við búum í samtengdum heimi. Stríð á einum stað hefur áhrif á öðrum. Loftslagsbreytingar hafa alvarleg áhrif á norðurskautinu jafnvel þótt rætur þeirra liggi að mestu annars staðar. Þess vegna þurfa þjóðir heims að vinna saman. Markmiðin eru leið til að skerpa á þeirri samvinnu og mæla hvernig gengur. Ísland tók virkan þátt í samningaviðræðum um nýju markmiðin. Með því að einbeita okkur að þeim málaflokkum þar sem Ísland hefur mestri reynslu og þekkingu að deila, náðum við ýmsu fram. Við höfðum til dæmis áhrif á málefni endurnýjanlegrar orku, sjálfbæra nýtingu auðlinda hafsins, jafnréttismál og landgræðslumál. Það síðastnefnda snertir þá auðlind sem land og jarðvegur er en sjálfbær nýting lands hefur mikil áhrif á fæðuöryggi í heiminum. Síðast en ekki síst má nefna að Ísland fékk inn tilvísun í lækningu á taugaskaða. Þetta framlag okkar er mikilvægt af því að þetta skjal verður þungamiðjan í starfi Sameinuðu þjóðanna næstu 15 árin. Við erum reiðubúin að takast á við þær áskoranir sem vinnu að nýju markmiðunum fylgja. Nú, þegar samningaviðræðum um nýju markmiðin er lokið, tekur við vinna við að kortleggja hvernig Ísland getur unnið að nýju markmiðunum bæði innanlands og í alþjóðlegri samvinnu. Við hvetjum Íslendinga til að kynna sér markmiðin og heitum á íslensku þjóðina að leggjast á eitt við að vinna að markmiðunum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun