Leikstjóri Þrasta: „Íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp“ Bjarki Ármannsson skrifar 26. september 2015 20:31 Rúnar Rúnarsson segir verðlaunin á San Sebastian-hátíðinni eiga eftir að opna margar dyr. Vísir/Vilhelm „Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta sem var rétt í þessu valin besta kvikmyndin á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni. „Þetta á eftir að hjálpa okkur mikið með framtíðarlíf myndarinnar og opna alls konar dyr fyrir okkur.“ Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Rúnar segir verðlaunin í kvöld ekki aðeins viðurkenningu fyrir sig heldur kvikmyndagerð á Íslandi í heild sinni. „Það er alltaf gott að fá pínu klapp á bakið sjálfur, en þetta er þvílík viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir hann. „Það hefur verið talað um kvikmyndavor á Íslandi lengi en miðað við hvernig hefur gengið í ár þá ætla ég að leyfa mér að lýsa því yfir að íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp.“ Rúnar kveðst rosalega stoltur af hópnum sem kom að gerð myndarinnar. Hann sé sáttur með afraksturinn og allt annað sé bónus, þó hann hafi auðvitað látið sig dreyma um að bera sigur úr býtum á hátíðinni. En hvað tekur nú við hjá hópnum? „Næsta mál á dagskrá, það er það sem okkur hlakkar mest til. Það er að koma heim,“ segir Rúnar. Þrestir verður forsýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni næsta fimmtudag en fer í almenna sýningu 16. október. Vísir náði tali af Rúnari í örstuttri pásu fyrir blaðamannafund hátíðarinnar. Að honum loknum mun íslenski hópurinn halda í veislu í kastala efst á hæðinni í bænum San Sebastian, sem Rúnar segir ótrúlega fallegan bæ. Rúnar segist ætla að halda upp á árangurinn fram eftir nóttu og bað í samtali við Vísi kærlega að heilsa öllum sem komu að gerð myndarinnar en gátu ekki verið með á Spáni í kvöld. RIFF Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
„Við erum alveg í skýjunum yfir þessu,“ segir Rúnar Rúnarsson, leikstjóri Þrasta sem var rétt í þessu valin besta kvikmyndin á San Sebastian-kvikmyndahátíðinni á Spáni. „Þetta á eftir að hjálpa okkur mikið með framtíðarlíf myndarinnar og opna alls konar dyr fyrir okkur.“ Aðeins ein íslensk kvikmynd hefur áður hlotið aðalverðlaunin á A-kvikmyndahátíð, en það er Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks. Hún hlaut Kristalhnöttinn svokallaða á Karlovy Vary kvikmyndahátíðinni í Tékklandi árið 2007. Rúnar segir verðlaunin í kvöld ekki aðeins viðurkenningu fyrir sig heldur kvikmyndagerð á Íslandi í heild sinni. „Það er alltaf gott að fá pínu klapp á bakið sjálfur, en þetta er þvílík viðurkenning fyrir íslenska kvikmyndagerð,“ segir hann. „Það hefur verið talað um kvikmyndavor á Íslandi lengi en miðað við hvernig hefur gengið í ár þá ætla ég að leyfa mér að lýsa því yfir að íslenska kvikmyndasumarið er runnið upp.“ Rúnar kveðst rosalega stoltur af hópnum sem kom að gerð myndarinnar. Hann sé sáttur með afraksturinn og allt annað sé bónus, þó hann hafi auðvitað látið sig dreyma um að bera sigur úr býtum á hátíðinni. En hvað tekur nú við hjá hópnum? „Næsta mál á dagskrá, það er það sem okkur hlakkar mest til. Það er að koma heim,“ segir Rúnar. Þrestir verður forsýnd á RIFF-kvikmyndahátíðinni næsta fimmtudag en fer í almenna sýningu 16. október. Vísir náði tali af Rúnari í örstuttri pásu fyrir blaðamannafund hátíðarinnar. Að honum loknum mun íslenski hópurinn halda í veislu í kastala efst á hæðinni í bænum San Sebastian, sem Rúnar segir ótrúlega fallegan bæ. Rúnar segist ætla að halda upp á árangurinn fram eftir nóttu og bað í samtali við Vísi kærlega að heilsa öllum sem komu að gerð myndarinnar en gátu ekki verið með á Spáni í kvöld.
RIFF Tengdar fréttir Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00 Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22 Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45 Mest lesið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Lífið Fleiri fréttir Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Eiginhandaáritanir og myndatökur Þrestir var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í San Sebastian síðastliðinn sunnudag og var vel tekið. Aðalleikari myndarinnar, Atli Óskar Fjalarsson, veitti eiginhandaráritanir og lét smella af sér myndum með áhugasömum aðdáendum. 26. september 2015 08:00
Á annað þúsund risu úr sætum sínum eftir frumsýningu Þrasta Kvikmyndin Þrestir var frumsýnd á San Sebastian kvikmyndahátíðinni í gær, 21. september 2015 18:22
Þrestir valin besta myndin á San Sebastian Aðeins önnur íslenska myndin frá upphafi sem hlýtur aðalverðlaunin á jafn virtri kvikmyndahátíð. 26. september 2015 19:45