Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Fram 31-25 | Frábær seinni hálfleikur skilaði Haukum sigri Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. september 2015 20:45 Elías Már hleður hér í eina neglu. Vísir/Stefán Íslandsmeistarar Hauka komust á toppinn í Olís-deild karla í handbolta eftir sex marka sigur, 31-25, á Fram í kvöld. Fram spilaði fyrri hálfleikinn vel og hefði átt að vera með meira en tveggja marka forystu, 8-10, að honum loknum. Helsta ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri var Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem varði 15 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þar af voru mörg opin færi, hraðaupphlaup og eitt víti. Kristófer Fannar Guðmundsson endaði fyrri hálfleikinn með 50% hlutfallsmarkvörslu en hann fór í gang undir lok hans. Hann fékk hins vegar aðeins 16 skot á sig í öllum hálfleiknum á meðan kollegi hans í marki Hauka fékk á sig 25 skot. Eins og þessar tölur gefa til kynna var vörn Fram mjög sterk en Haukar áttu í mestu vandræðum með að koma skotum á markið. Gestunum gekk betur í þeim efnum en vörn Hauka var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og á 14. mínútu kom Elías Már Halldórsson þeim yfir, 6-5. Heimamenn skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins og misstu smám saman tökin á leiknum. Ólafur Ægir Ólafsson skoraði tvö mörk í röð og kom Fram á bragðið. Gestirnir unnu síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins 5-2 þrátt fyrir að fara illa með góð færi enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik aðeins 38%. Leikurinn snerist algjörlega á haus í upphafi seinni hálfleiks. Eins vel og gestirnir spiluðu í fyrri hálfleik voru þeir hörmulegir í þeim seinni og Haukar gengu á lagið. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 10-10. Fram komst aftur yfir með marki Arnars Snæs Magnússonar en þá komu níu Haukamörk í röð, þar af fjögur eftir hraðaupphlaup. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleik Fram en leikmenn liðsins gerðu sig seka um ótrúleg mistök sem Haukar refsuðu grimmilega fyrir. Gestirnir urðu reyndar fyrir áfalli eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasi Má en það skýrir ekki ráð- og stjórnleysið sem var ríkjandi í leik Fram. Eftir þennan ótrúlega 11-1 kafla Hauka var munurinn orðinn átta mörk, 19-11, og leik þar með lokið. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks en sigur Hauka var aldrei í hættu. Lokatölur 31-25, Íslandsmeisturunum í vil. Einar Pétur Pétursson var markahæstur í liði Hauka en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá níu af 10 mörkum sínum. Elías Már og Janus Daði Smárason komu næstir með sjö mörk hvor. Þá var Giedrius magnaður í markinu með 24 bolta varða, eða 59% hlutfallsmarkvörslu. Ólafur Ægir Ólafsson stóð upp úr í liði Fram með fimm mörk en ljóst er að liðið getur ekki boðið stuðningsmönnum sínum upp þá frammistöðu sem það sýndi í seinni hálfleik.Gunnar: Ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri gegn Fram í kvöld. "Það var eitthvað slen yfir okkur í fyrri hálfleik og við vorum á hælunum, bæði varnar- og sóknarlega og fengum engin hraðaupphlaup," sagði Gunnar en Frammarar leiddu með tveimur mörkum, 8-10, eftir fyrri hálfleikinn og hefðu verið með mun meiri forystu ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Goggi hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum og það var í raun ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir hann. "En það kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn, við vorum beinskeyttari og fengum betri vörn og sókn og hraðaupphlaup, þannig að ég er virkilega ánægður með strákana í seinni hálfleiknum í dag. "Stundum er það þannig að þú nærð ekki að framkvæma hlutina nógu vel og við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. En við bættum úr því í þeim seinni og það gekk allt miklu betur þá." Sigurinn í dag skilar Haukum á topp Olís-deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum og þá eru Haukar komnir áfram í Evrópukeppninni. "Ég er ánægður með byrjunina," sagði Gunnar sem er á sínu fyrsta tímabili með Hauka. "Það er mikið álag á okkur og við eigum leik strax á fimmtudaginn. Við erum að spila einhverja níu leiki á 27 dögum. En byrjunin er fín en það er mikið eftir og við þurfum að halda einbeitingu," sagði Gunnar að endingu.Guðlaugur: Eiginlega orðlaus Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, var orða vant eftir skelfilega frammistöðu hans manna í seinni hálfleik gegn Haukum í kvöld. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 8-10, en í þeim seinni stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Haukar hófu seinni hálfleikinn á 11-1 kafla og unnu að lokum sex marka sigur, 31-25. "Við komum nokkuð sáttir inn í hálfleikinn en ég er eiginlega orðlaus eftir seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur eftir að hafa messað yfir sínum mönnum inni í búningsklefa að leik loknum. "Ég get voða lítið sagt um hann, nema ég er ofboðslega ósáttur með frammistöðuna, hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og spiluðum úr okkar málum. Og líka hvernig við reyndum að svara þessu áhlaupi Hauka. Það var karaktersleysi sem einkenndi okkur í dag." Frammarar spiluðu fínan fyrri hálfleik og hefðu verið með betri stöðu eftir hann ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Markvarslan hjá Morkunas var frábær. Hann varði úr nokkrum dauðafærum og við hefðum með réttu átt að vera með meiri forystu í hálfleik. Við vorum ósáttir með það og ætluðum að bæta úr því en svo gerðist ekkert," sagði Guðlaugur að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka komust á toppinn í Olís-deild karla í handbolta eftir sex marka sigur, 31-25, á Fram í kvöld. Fram spilaði fyrri hálfleikinn vel og hefði átt að vera með meira en tveggja marka forystu, 8-10, að honum loknum. Helsta ástæðan fyrir því að munurinn var ekki meiri var Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, sem varði 15 skot í fyrri hálfleik, eða 60% þeirra skota sem hann fékk á sig. Þar af voru mörg opin færi, hraðaupphlaup og eitt víti. Kristófer Fannar Guðmundsson endaði fyrri hálfleikinn með 50% hlutfallsmarkvörslu en hann fór í gang undir lok hans. Hann fékk hins vegar aðeins 16 skot á sig í öllum hálfleiknum á meðan kollegi hans í marki Hauka fékk á sig 25 skot. Eins og þessar tölur gefa til kynna var vörn Fram mjög sterk en Haukar áttu í mestu vandræðum með að koma skotum á markið. Gestunum gekk betur í þeim efnum en vörn Hauka var ekki upp á sitt besta í fyrri hálfleik. Haukar byrjuðu leikinn reyndar ágætlega og á 14. mínútu kom Elías Már Halldórsson þeim yfir, 6-5. Heimamenn skoruðu hins vegar aðeins tvö mörk á síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins og misstu smám saman tökin á leiknum. Ólafur Ægir Ólafsson skoraði tvö mörk í röð og kom Fram á bragðið. Gestirnir unnu síðustu 16 mínútum fyrri hálfleiksins 5-2 þrátt fyrir að fara illa með góð færi enda var skotnýting þeirra í fyrri hálfleik aðeins 38%. Leikurinn snerist algjörlega á haus í upphafi seinni hálfleiks. Eins vel og gestirnir spiluðu í fyrri hálfleik voru þeir hörmulegir í þeim seinni og Haukar gengu á lagið. Þeir skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks og jöfnuðu metin í 10-10. Fram komst aftur yfir með marki Arnars Snæs Magnússonar en þá komu níu Haukamörk í röð, þar af fjögur eftir hraðaupphlaup. Það stóð ekki steinn yfir steini í sóknarleik Fram en leikmenn liðsins gerðu sig seka um ótrúleg mistök sem Haukar refsuðu grimmilega fyrir. Gestirnir urðu reyndar fyrir áfalli eftir sex mínútna leik í seinni hálfleik þegar Þorgrímur Smári Ólafsson fékk að líta rauða spjaldið fyrir brot á Elíasi Má en það skýrir ekki ráð- og stjórnleysið sem var ríkjandi í leik Fram. Eftir þennan ótrúlega 11-1 kafla Hauka var munurinn orðinn átta mörk, 19-11, og leik þar með lokið. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks en sigur Hauka var aldrei í hættu. Lokatölur 31-25, Íslandsmeisturunum í vil. Einar Pétur Pétursson var markahæstur í liði Hauka en hann átti frábæran seinni hálfleik og skoraði þá níu af 10 mörkum sínum. Elías Már og Janus Daði Smárason komu næstir með sjö mörk hvor. Þá var Giedrius magnaður í markinu með 24 bolta varða, eða 59% hlutfallsmarkvörslu. Ólafur Ægir Ólafsson stóð upp úr í liði Fram með fimm mörk en ljóst er að liðið getur ekki boðið stuðningsmönnum sínum upp þá frammistöðu sem það sýndi í seinni hálfleik.Gunnar: Ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, var öllu sáttari með seinni hálfleikinn hjá sínum mönnum en þann fyrri gegn Fram í kvöld. "Það var eitthvað slen yfir okkur í fyrri hálfleik og við vorum á hælunum, bæði varnar- og sóknarlega og fengum engin hraðaupphlaup," sagði Gunnar en Frammarar leiddu með tveimur mörkum, 8-10, eftir fyrri hálfleikinn og hefðu verið með mun meiri forystu ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Goggi hélt okkur á floti í fyrri hálfleiknum og það var í raun ákveðið afrek að vera bara tveimur mörkum undir eftir hann. "En það kom allt annað lið inn í seinni hálfleikinn, við vorum beinskeyttari og fengum betri vörn og sókn og hraðaupphlaup, þannig að ég er virkilega ánægður með strákana í seinni hálfleiknum í dag. "Stundum er það þannig að þú nærð ekki að framkvæma hlutina nógu vel og við gerðum það ekki í fyrri hálfleik. En við bættum úr því í þeim seinni og það gekk allt miklu betur þá." Sigurinn í dag skilar Haukum á topp Olís-deildarinnar en liðið hefur unnið fjóra af fyrstu fimm deildarleikjum sínum og þá eru Haukar komnir áfram í Evrópukeppninni. "Ég er ánægður með byrjunina," sagði Gunnar sem er á sínu fyrsta tímabili með Hauka. "Það er mikið álag á okkur og við eigum leik strax á fimmtudaginn. Við erum að spila einhverja níu leiki á 27 dögum. En byrjunin er fín en það er mikið eftir og við þurfum að halda einbeitingu," sagði Gunnar að endingu.Guðlaugur: Eiginlega orðlaus Guðlaugi Arnarssyni, þjálfara Fram, var orða vant eftir skelfilega frammistöðu hans manna í seinni hálfleik gegn Haukum í kvöld. Fram leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 8-10, en í þeim seinni stóð ekki steinn yfir steini í leik liðsins. Haukar hófu seinni hálfleikinn á 11-1 kafla og unnu að lokum sex marka sigur, 31-25. "Við komum nokkuð sáttir inn í hálfleikinn en ég er eiginlega orðlaus eftir seinni hálfleikinn," sagði Guðlaugur eftir að hafa messað yfir sínum mönnum inni í búningsklefa að leik loknum. "Ég get voða lítið sagt um hann, nema ég er ofboðslega ósáttur með frammistöðuna, hvernig við komum inn í seinni hálfleikinn og spiluðum úr okkar málum. Og líka hvernig við reyndum að svara þessu áhlaupi Hauka. Það var karaktersleysi sem einkenndi okkur í dag." Frammarar spiluðu fínan fyrri hálfleik og hefðu verið með betri stöðu eftir hann ef ekki hefði verið fyrir frábæra frammistöðu Giedriusar Morkunas í marki Hauka. "Markvarslan hjá Morkunas var frábær. Hann varði úr nokkrum dauðafærum og við hefðum með réttu átt að vera með meiri forystu í hálfleik. Við vorum ósáttir með það og ætluðum að bæta úr því en svo gerðist ekkert," sagði Guðlaugur að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira