Heilbrigðisský Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 29. september 2015 07:00 Því er oft haldið fram að íslenska heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Á fundi Viðskiptaráðs í síðustu viku um stöðu heilbrigðismála kom þvert á móti fram að heilbrigðiskerfið er í sterkri alþjóðlegri stöðu, hvort sem litið er til fjármögnunar, lýðheilsu eða aðbúnaðar. Allir helstu árangursmælikvarðar hafa batnað á undanförnum áratugum og árangur algengra meðferðarúrræða hérlendis er mikill í alþjóðlegum samanburði. Aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki og tækjakosti er í fremsta flokki og fjöldi lækna miðað við höfðatölu er talsvert yfir meðaltali OECD og fjöldi hjúkrunarfræðinga með því hæsta sem gerist. Fjárframlög hins opinbera til heilbrigðiskerfisins sem hlutfall af landsframleiðslu eru yfir meðaltali OECD ríkja og hlutdeild í heilbrigðisútgjöldum meiri en tíðkast annars staðar. Heilbrigðismálin eru stærsti útgjaldaliður hins opinbera. Á næsta ári verður 160 milljörðum varið til málaflokksins – fjórðungi af heildarútgjöldum. Sjúklingar bera einnig kostnað, 33 milljarða samtals í fyrra. „Það eru gríðarlegar breytingar fram undan, öldruðum fjölgar og fatlaðir fá ekki næga þjónustu. Kerfið sem við rekum mun ekki duga til að sinna þörfum þessa fólks eftir nokkur ár. Það blasir við. Hins vegar hefur lítið verið gert og virðist lítill vilji til þess að greina hvernig við getum mætt þessum þörfum með breyttu kerfi,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Svar hennar við stöðunni voru frekari útboð á veitingu þjónustu velferðarmála. Meðalaldur Íslendinga hefur verið lágur og aldurssamsetning þjóðarinnar hagstæð. Það mun hins vegar samkvæmt öllum mælingum breyttast hratt næstu árin. Fjölgun aldraðra mun auka álag á sjúkrahús og öldrunarstofnanir og samhliða lækkar hlutfall vinnandi einstaklinga og þannig þeim skattgreiðendum sem standa undir kerfinu. Nokkuð breið sátt ríkir um að hið opinbera fjármagni meginhluta þeirrar heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar þurfa á að halda og ekki að sjá að sú samstaða sé að rofna. Hins vegar er ljóst að rekstur heilbrigðiskerfisins er að verða dýrari með ári hverju og þrýstingur á að þessi hæstu framlög ríkisins hækki enn frekar mun aukast. Fæstir sjá það sem kost að hækka skatta verulega til að mæta þessari útgjaldaaukningu og hið sama gildir um frekari kostnaðarþátttöku sjúklinga. Eftir stendur að auka hagkvæmni innan kerfisins. Viðskiptaráð nefnir sem dæmi að æskilegt væri að fjárframlög séu byggð á magni og gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er í stað ákveðinnar summu í fjárlögum. Slíkt fyrirkomulag myndi opna fyrir aukna aðkomu einkaaðila að veitingu þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hið opinbera fjármagnar. Hvað svo sem mönnum finnst um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ljóst að áskoranir hvað varðar fjármögnun heilbrigðiskerfisins til framtíðar eru á næsta leiti. Hvorki ríkisrekið heilbrigðiskerfi né einkarekið er að fara að leysa þann vanda. Við þurfum kerfi sem tekur mið af því besta sem bæði kerfi hafa upp á að bjóða. Það þýðir að aðdáendur ríkisrekstrar annars vegar og einkarekstrar hins vegar þurfa að finna einhvern milliveg. Því miður virðist það ólíklegt miðað við þær upphrópanir og harmakvein sem heyrast nú ítrekað úr hvorum tveggja herbúðunum. Og á meðan hrannast óveðursskýin upp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Því er oft haldið fram að íslenska heilbrigðiskerfið sé að hruni komið. Á fundi Viðskiptaráðs í síðustu viku um stöðu heilbrigðismála kom þvert á móti fram að heilbrigðiskerfið er í sterkri alþjóðlegri stöðu, hvort sem litið er til fjármögnunar, lýðheilsu eða aðbúnaðar. Allir helstu árangursmælikvarðar hafa batnað á undanförnum áratugum og árangur algengra meðferðarúrræða hérlendis er mikill í alþjóðlegum samanburði. Aðgengi að heilbrigðisstarfsfólki og tækjakosti er í fremsta flokki og fjöldi lækna miðað við höfðatölu er talsvert yfir meðaltali OECD og fjöldi hjúkrunarfræðinga með því hæsta sem gerist. Fjárframlög hins opinbera til heilbrigðiskerfisins sem hlutfall af landsframleiðslu eru yfir meðaltali OECD ríkja og hlutdeild í heilbrigðisútgjöldum meiri en tíðkast annars staðar. Heilbrigðismálin eru stærsti útgjaldaliður hins opinbera. Á næsta ári verður 160 milljörðum varið til málaflokksins – fjórðungi af heildarútgjöldum. Sjúklingar bera einnig kostnað, 33 milljarða samtals í fyrra. „Það eru gríðarlegar breytingar fram undan, öldruðum fjölgar og fatlaðir fá ekki næga þjónustu. Kerfið sem við rekum mun ekki duga til að sinna þörfum þessa fólks eftir nokkur ár. Það blasir við. Hins vegar hefur lítið verið gert og virðist lítill vilji til þess að greina hvernig við getum mætt þessum þörfum með breyttu kerfi,“ sagði Áslaug Friðriksdóttir borgarfulltrúi í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins fyrir helgi. Svar hennar við stöðunni voru frekari útboð á veitingu þjónustu velferðarmála. Meðalaldur Íslendinga hefur verið lágur og aldurssamsetning þjóðarinnar hagstæð. Það mun hins vegar samkvæmt öllum mælingum breyttast hratt næstu árin. Fjölgun aldraðra mun auka álag á sjúkrahús og öldrunarstofnanir og samhliða lækkar hlutfall vinnandi einstaklinga og þannig þeim skattgreiðendum sem standa undir kerfinu. Nokkuð breið sátt ríkir um að hið opinbera fjármagni meginhluta þeirrar heilbrigðisþjónustu sem Íslendingar þurfa á að halda og ekki að sjá að sú samstaða sé að rofna. Hins vegar er ljóst að rekstur heilbrigðiskerfisins er að verða dýrari með ári hverju og þrýstingur á að þessi hæstu framlög ríkisins hækki enn frekar mun aukast. Fæstir sjá það sem kost að hækka skatta verulega til að mæta þessari útgjaldaaukningu og hið sama gildir um frekari kostnaðarþátttöku sjúklinga. Eftir stendur að auka hagkvæmni innan kerfisins. Viðskiptaráð nefnir sem dæmi að æskilegt væri að fjárframlög séu byggð á magni og gæðum þeirrar þjónustu sem veitt er í stað ákveðinnar summu í fjárlögum. Slíkt fyrirkomulag myndi opna fyrir aukna aðkomu einkaaðila að veitingu þeirrar heilbrigðisþjónustu sem hið opinbera fjármagnar. Hvað svo sem mönnum finnst um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er ljóst að áskoranir hvað varðar fjármögnun heilbrigðiskerfisins til framtíðar eru á næsta leiti. Hvorki ríkisrekið heilbrigðiskerfi né einkarekið er að fara að leysa þann vanda. Við þurfum kerfi sem tekur mið af því besta sem bæði kerfi hafa upp á að bjóða. Það þýðir að aðdáendur ríkisrekstrar annars vegar og einkarekstrar hins vegar þurfa að finna einhvern milliveg. Því miður virðist það ólíklegt miðað við þær upphrópanir og harmakvein sem heyrast nú ítrekað úr hvorum tveggja herbúðunum. Og á meðan hrannast óveðursskýin upp.