Fótbolti

Umboðsmaður Neymar: Ætti að enda ferilinn hjá Real Madrid

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Skattskúrkurinn Neymar er ansi góður í fótbolta.
Skattskúrkurinn Neymar er ansi góður í fótbolta. Vísir/Getty
Umboðsmaður brasilíska framherjans Neymar, Wagner Riberiro, er eflaust ekki vinsælasti maðurinn í Barcelona þessa dagana eftir að hafa sagt að skjólstæðingur sinn ætti að enda ferilinn hjá erkifjendum Barcelona í Real Madrid.

Neymar komst á forsíður fjölmiðla um helgina eftir að dómstólar í Sao Paolo frystu eignir hans upp á átta milljarða eftir að hafa verið ásakaður um að svíkjast undan skatti.

Framherjinn er sakaður um að sleppt því að greiða tæplega þrjá milljarða í skatt á árunum 2011 til 2013 en dómararnir frystu upphæð sem er þrefalt hærri en skuld Neymar af öryggisástæðum og innihélt m.a. húsnæði og lúxusbíla.

Ribero sendi Neymar kveðju á Instagram í nótt þar sem hann sagði framherjanum að færa allar eignir sínar á stað sem er skattparadís og að enda ferilinn í Evrópu hjá Real Madrid.

„Taktu allan peninginn þinn og farðu með hann til einhvers lands sem er skattparadís og njóttu þess að þurfa ekki að hafa áhyggjur af Brasilíu. Vonandi leikur hann það sem eftir er af ferlinum í Evrópu og leggur skónna á hilluna sem leikmaður Real Madrid.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×