Fjölskylda norska gíslsins segist ekki hafa efni á að greiða lausnargjaldið Atli Ísleifsson skrifar 10. september 2015 11:26 Hinn 48 ára Ole Johan Grimsgaard-Ofstad. Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Fjölskylda Norðmannsins Ole Johan Grimsgaard-Ofstad, sem er í haldi ISIS-liða í Sýrlandi, segir að hún geti ekki sjálf safnað saman þeirri peningaupphæð sem ISIS-liðar krefjast til að sleppa honum lausum. Norska ríkisstjórnin hefur lýst því yfir að ekki verði samið við hryðjuverkamenn. „Við getum einungis beðið gíslatökumennina að sleppa syni okkar og bróður,“ segir í yfirlýsingu frá fjölskyldunni.Rænt af ISIS-liðum í janúar Hinn 48 ára Grimsgaard-Ofstad var tekinn til fanga í Sýrlandi í lok janúarmánaðar. Í síðustu Facebook-færslu Norðmannsins frá 24. janúar, kom fram að hann væri í borginni Idlib í norðvesturhluta Sýrlands á leið suður til Hama. Liðsmenn ISIS fullyrtu í gær að þeir væru með Grimsgaard-Ofstad og Fan Jinghui, fimmtugan kínverskan ríkisborgara, í haldi. Að sögn Verdens Gang krefjast gíslatökumennirnir lausnargjalds upp á fleiri tugi milljóna norskra króna. „Syni okkar og bróður mínum hefur verið haldið í gíslingu í Sýrlandi frá því í janúar. Á þessum erfiða tíma höfum við bæði vonast eftir lausn og óttast hið versta. Við vonust til að uppbyggjandi starf norskra yfirvalda muni skila sér í að honum verði sleppt,“ segir í yfirlýsingu fjölskyldunnar sem birt var á heimasíðu norska utanríkisráðuneytisins.Til sölu Í nýjasta hefti áróðurstímaritsins Dabiq er birt mynd af gíslunum tveimur með skilaboðunum „til sölu“. Með myndinni af Grimsgaard-Ofstad fylgist texti sem segir að „ríkisstjórn hans hafi yfirgefið hann og hafi ekki gert alls sem í þeirra vandi stendur til að sleppa honum lausum“. Þá eru birtar upplýsingar um hvernig megi borga lausnargjaldið, auk þess að fram kemur að „tilboðið sé tímabundið“.Semja ekki við hryðjuverkamenn Að sögn Ernu Solberg, forsætisráðherra Noregs, segir að gíslatökumennirnir hafi sett fjölmörg skilyrði og farið fram á háa lausnarsummu. „Þetta er mál sem ríkisstjórnin tekur mjög alvarlega. Við getum ekki og viljum ekki láta undan þrýstingi frá hryðjuverkamönnum og glæpamönnum. Noregur greiðir ekki lausnargjöld,“ segir Solberg, sem bætir við að hætta sé á að fleiri Norðmönnum verði rænt, verði lausnargjaldið greitt.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Norðmaður í haldi ISIS Var tekinn af hryðjuverkahópi í janúar. 10. september 2015 07:24 Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira