Segja Mueller ekki hafa fallið í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2015 12:00 Kayla Mueller Vísir/EPA Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga. Mið-Austurlönd Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Sjá meira
Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Sjá meira