Segja Mueller ekki hafa fallið í loftárás Samúel Karl Ólason skrifar 10. september 2015 12:00 Kayla Mueller Vísir/EPA Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga. Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Vitni segja að Kayla Mueller, sem var fangi Íslamska ríkisins, hafi ekki fallið í loftárás eins og haldið hefur verið fram. Þess í stað hafi hún verið myrt af vígamönnum samtakanna, en Mueller var ítrekað nauðgað af Abu Bakr al-Baghdadi, leiðtoga ISIS. Sextán ára stúlka sem BBC ræddi við segist hafa verið með Mueller í klefa í fangelsi. Stúlkunni var upprunalega haldið á heimili Baghdadi, en eftir að hún reyndi að flýja þaðan ásamt annarri stúlku voru þær settar í fangaklefa með Mueller. Þar segja þær að Mueller hafi reynt að hugsa um þær og vernda. Seinna voru þær þrjár þó fluttar á heimili Abu Sayyaff, sem var nokkurs konar fjármálastjóri ISIS. Baghdadi kom fljótt þangað og sagði þeim að ef þær myndu reyna að flýja aftur yrðu þær drepnar. Hann lét þær horfa á myndbönd af aftökum samtakanna til að sýna fram á að honum væri alvara. „Þetta mun gerast ef þið neitað að taka upp íslamska trú eða neitið að giftast þeim sem við segjum. Gleymið foreldrum ykkar, því þið munuð aldrei sleppa,“ sagði Baghdadi við þær.Sjá einnig: Al-Baghdadi „átti“ Kayla Mueller Hann ræddi einnig við Kayla Mueller. Stúlkurnar segja að þar hafi hann sagt henni að hann ætlaði sér að giftast henni og ef hún myndi neita myndi hún hljóta sömu örlög og vinir hennar. Hann sýndi henni einnig myndbönd af aftökum vestrænna gísla, en hún þekkti nokkra þeirra. Stúlkurnar tvær flúðu af heimili Abu Sayyaf, þegar þeim var tilkynnt að þær myndu giftast tveimur vígamönnum ISIS. Þær reyndu að fá Mueller til að koma með sér, en hún sagði að útlit hennar myndi skemma fyrir. Skömmu seinna var því haldið fram af ISIS að Mueller hefði látið lífið í loftárás Jórdana. Önnur kona sem BBC ræddi við segir hins vegar að svo hafi ekki verið. Hún gengur undir nafninu Amshe og var 17 ára þegar hún var gerð að kynlífsþræl Haji Mutazz, næstráðanda ISIS. Hann sagði henni að foringjar samtakanna væru í keppni um hver myndi eignast Mueller. Amshe segir hann hafa hlegið þegar hann sá fregnir um að Mueller hefði fallið í loftárás. Hann sagði að þeir hefðu myrt hana vegna þess að hún væri bandarísk. Þrátt fyrir að Amshe sé eina heimild BBC fyrir sögunni, segir blaðamaðurinn sem talaði við hana að hún hafi verið mjög trúverðug. Þá hafa aðilar frá Bandaríkjunum rætt við hana og segja sögu hennar vera trúverðuga.
Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira