Hollywood Game Night að koma til Íslands: Varð smá smeykur við þetta ögrandi verkefni Kjartan Atli Kjartansson skrifar 11. september 2015 10:00 Hér má sjá leikmyndina í þáttunum í Bandaríkjunum. Hún verður mjög svipuð hér á landi. Það er ekkert á hverjum degi sem manni bjóðast verkefni sem maður verður smeykur við. Og ef ég verð smeykur við verkefni strax, þá heillar það meira,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem mun stjórna þættinum Spilakvöldi á laugardagskvöldum á Stöð 2 í vetur. Þættirnir eru að erlendri fyrirmynd, en í Bandaríkjunum nefnast þeir Hollwood Game Night. Þeir hafa notið mikilla vinsælda vestan hafs; fengið fína dóma og mikið áhorf. Leikonan Jane Lynch, sem er líklega þekktust fyrir leik sinn í Glee, er þáttarstjórnandi í Bandaríkjunum. „Eins og nafnið gefur til kynna, þá verður þetta bara eins og spilakvöld. Vinir að hittast og fara í leiki,“ útskýrir Pétur Jóhann enn fremur. Í þáttunum keppa tvö fjögurra manna lið í alls kyns þrautum. Þrír þekktir einstaklingar verða í hvoru liði og svo einn sem er valinn af handahófi.Pétur Jóhann Sigfússon segir verkefnið ögrandi.Pétur Jóhann segist strax hafa orðið spenntur fyrir verkefninu þegar honum barst tilboð um að stýra þættinum. „Þetta er nýtt og öðruvísi fyrir mér. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki gert áður og er áskorun. Mér finnst líka gaman að vera á laugardagskvöldum, það verða vonandi margir sem geta haft gaman af.“ Pétur Jóhann gekk til liðs við fréttaskýringaþáttinn Ísland í dag fyrir skemmstu og hafa innslög hans vakið mikla athygli. „Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þeirri breytingu sem er að eiga sér stað á þættinum.“ Eitt af innslögum Péturs fór á mikið flug á samfélagsmiðlunum í vikunni, þegar hann kíkti á æfingu í sundknattleik. „Ég var bara eins og selur við hliðina á þessum gæjum, sem eru alveg í svaðalegu formi. Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert. Ég hef alltaf verið fínn sundmaður og mætti vel í sundtíma í skóla. En þetta var alveg rosalegt og dæmi um ögrandi hlut sem ég hef gaman af að gera.“ Hér að neðan má sjá atriði úr Hollywood Game Night:Dæmi um þrautir í SpilakvöldiHjálparhöndinTveir liðsmenn annars liðsins reyna að fá hina tvo liðsfélaga sína til að giska á orð eða hugtök með látbragðsleik. Annar leikarinn er staðsettur fyrir aftan hinn og lætur hendur sínar fram fyrir. Þannig þurfa leikararnir að vinna saman í látbragðsleiknum; annar með búknum og höfðinu, hinn með höndunum. Þetta er vinsæll liður í þáttunum.Fjögurra stafa orðBundið er fyrir augu allra leikmanna og fá þeir stóran staf úr plasti í hendurnar. Þáttastjórnandi spyr þá spurninga og er rétta svarið alltaf eitthvað fjögurra stafa orð. Leikmenn eiga að skiptast á stöfunum þannig að þeir stafi orðið rétt. Það getur verið mjög fyndið að sjá leikmenn reyna að finna rétta stafi án þess að sjá þá. Poppuð spurningakeppniKeppendur beggja liða raða sér við hringborð og í miðjunni er vél full af poppkorni. Vélin velur sjálfkrafa leikmann annars liðsins af handahófi og fær hann spurningu. Ef hann svarar henni rétt fær liðið hans stig. Ef ekki sprautar vélin poppkorni yfir hann. Skipst er á að spyrja leikmenn liðanna. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Spilakvöld Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Það er ekkert á hverjum degi sem manni bjóðast verkefni sem maður verður smeykur við. Og ef ég verð smeykur við verkefni strax, þá heillar það meira,“ segir Pétur Jóhann Sigfússon sem mun stjórna þættinum Spilakvöldi á laugardagskvöldum á Stöð 2 í vetur. Þættirnir eru að erlendri fyrirmynd, en í Bandaríkjunum nefnast þeir Hollwood Game Night. Þeir hafa notið mikilla vinsælda vestan hafs; fengið fína dóma og mikið áhorf. Leikonan Jane Lynch, sem er líklega þekktust fyrir leik sinn í Glee, er þáttarstjórnandi í Bandaríkjunum. „Eins og nafnið gefur til kynna, þá verður þetta bara eins og spilakvöld. Vinir að hittast og fara í leiki,“ útskýrir Pétur Jóhann enn fremur. Í þáttunum keppa tvö fjögurra manna lið í alls kyns þrautum. Þrír þekktir einstaklingar verða í hvoru liði og svo einn sem er valinn af handahófi.Pétur Jóhann Sigfússon segir verkefnið ögrandi.Pétur Jóhann segist strax hafa orðið spenntur fyrir verkefninu þegar honum barst tilboð um að stýra þættinum. „Þetta er nýtt og öðruvísi fyrir mér. Þetta er eitthvað sem ég hef ekki gert áður og er áskorun. Mér finnst líka gaman að vera á laugardagskvöldum, það verða vonandi margir sem geta haft gaman af.“ Pétur Jóhann gekk til liðs við fréttaskýringaþáttinn Ísland í dag fyrir skemmstu og hafa innslög hans vakið mikla athygli. „Það er rosalega gaman að fá að taka þátt í þeirri breytingu sem er að eiga sér stað á þættinum.“ Eitt af innslögum Péturs fór á mikið flug á samfélagsmiðlunum í vikunni, þegar hann kíkti á æfingu í sundknattleik. „Ég var bara eins og selur við hliðina á þessum gæjum, sem eru alveg í svaðalegu formi. Þetta er líklega það erfiðasta sem ég hef gert. Ég hef alltaf verið fínn sundmaður og mætti vel í sundtíma í skóla. En þetta var alveg rosalegt og dæmi um ögrandi hlut sem ég hef gaman af að gera.“ Hér að neðan má sjá atriði úr Hollywood Game Night:Dæmi um þrautir í SpilakvöldiHjálparhöndinTveir liðsmenn annars liðsins reyna að fá hina tvo liðsfélaga sína til að giska á orð eða hugtök með látbragðsleik. Annar leikarinn er staðsettur fyrir aftan hinn og lætur hendur sínar fram fyrir. Þannig þurfa leikararnir að vinna saman í látbragðsleiknum; annar með búknum og höfðinu, hinn með höndunum. Þetta er vinsæll liður í þáttunum.Fjögurra stafa orðBundið er fyrir augu allra leikmanna og fá þeir stóran staf úr plasti í hendurnar. Þáttastjórnandi spyr þá spurninga og er rétta svarið alltaf eitthvað fjögurra stafa orð. Leikmenn eiga að skiptast á stöfunum þannig að þeir stafi orðið rétt. Það getur verið mjög fyndið að sjá leikmenn reyna að finna rétta stafi án þess að sjá þá. Poppuð spurningakeppniKeppendur beggja liða raða sér við hringborð og í miðjunni er vél full af poppkorni. Vélin velur sjálfkrafa leikmann annars liðsins af handahófi og fær hann spurningu. Ef hann svarar henni rétt fær liðið hans stig. Ef ekki sprautar vélin poppkorni yfir hann. Skipst er á að spyrja leikmenn liðanna.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Spilakvöld Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira