Hjálparáætlun sögð vera eins og dropi í hafið Guðsteinn Bjarnason skrifar 11. september 2015 08:00 Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP Flóttamenn Grikkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segist hafa hvatt bresk stjórnvöld til þess að gera miklu meira fyrir flóttafólk, sem undanfarið hefur streymt til Evrópu frá Sýrlandi, Afganistan, Erítreu og fleiri löndum. „Ég hef rætt við David Cameron forsætisráðherra og skorað á hann að taka afgerandi forystu á heimsvísu og mannúðlega forystu vegna þess að Bretland hefur líka haft ávinning af innflytjendum og fólksflutningum,“ sagði Ban í viðtali við bresku sjónvarpsstöðina ITV. Bretar hafa verið meðal þeirra Evrópuþjóða, sem einna tregastar hafa verið við að taka við flóttafólki. Á mánudaginn skýrði Cameron þó frá því að á næstu árum muni Bretar taka við allt að 20 þúsundum af þeim sýrlensku flóttamönnum, sem komnir eru til Evrópu. Evrópusambandið hefur kynnt áætlun um að aðildarríki þess muni taka við 160 þúsund flóttamönnum, en í gær sagði Sigmar Gabriel, varakanslari Þýskalands, að þessi áætlun væri aðeins dropi í hafið. Ef menn vilji vera kurteisir, þá sé reyndar hægt að segja þetta fyrsta skrefið. Hann sagði að nú þegar hafi 450 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands það sem af er árinu, en þýsk stjórnvöld reikna með að taka við allt að 800 þúsund flóttamönnum nú í ár. Gabriel sagði að í ágústmánuði einum hafi 105 þúsund flóttamenn komið til Þýskalands og 73 þúsund á fyrstu átta dögum septembermánaðar. Alls eru tugir þúsunda flóttamanna á ferðinni frá Grikklandi og Ítalíu norður eftir. Margir stefna til Þýskalands og margir vilja komast alla leið til Svíþjóðar, en Svíþjóð og Þýskaland hafa verið opnari en önnur Evrópuríki fyrir því að taka við flóttamönnum. Ungverjar hafa hins vegar mánuðum saman unnið að því að setja upp gaddavírsgirðingu meðfram landamærum Serbíu, og reikna nú með því að ljúka því verki í næsta mánuði. Flóttafólk í bænum Idomeni á Grikklandi, rétt sunnan landamæra Makedóníu, bíður þess í úrhelli að geta haldið áfram för sinni norður.NordicPhotos/AFP
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira