Íslenska landsliðið sló í gegn í Berlín | „Serbneska þjóðin elskar ykkur“ 11. september 2015 09:30 Haukur Helgi Pálsson, leikmaður íslenska landsliðsins fagnar hér gegn Tyrklandi. Visir/Valli Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015 EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Óhætt er að segja að íslenska landsliðið í körfubolta og stuðningsmannasveit þeirra hafi slegið í gegn á Eurobasket í Berlín þrátt fyrir að íslenska liðið hafi tapað öllum leikjum sínum. Íslenska liðið lenti í sannkölluðum dauðariðli í frumraun sinni á stórmóti í körfubolta í karlaflokki en í riðlinum mátti finna verðlaunahafa á öðrum stórmótum og NBA-stjörnur í hverju liði. Þrátt fyrir það mátti litlu muna að Ísland hefði náð að stela sigri í leikjunum gegn Þýskalandi, Ítalíu og sérstaklega Tyrklandi þar sem Tyrkir þurftu framlengingu til þess að gera út um íslenska liðið. Facebook-síða Alþjóða körfuboltasambandsins, FIBA, birti mynd á síðu sinni í gærkvöld þar sem úrslit kvöldsins voru staðfest og er óhætt að segja að stuðningsmenn víðsvegar úr heiminum hafi hrifist af leik íslenska liðsins en hér fyrir neðan má sjá nokkrar athugasemdir sem birtust undir myndinni. „Ísland lenti í 6. sæti en í því fyrsta yfir þá sem voru með mesta ástríðu og baráttu, þeir börðust fyrir þjóð sinni. Öll serbneska þjóðin studdi við bakið á ykkur, við elskum ykkur. Kveðjur frá Serbíu.“ „Frábær leikur. Til hamingju Tyrkland með sigurinn og takk Ísland fyrir frábæran leik.“ „Ísland lék frábærlega í kvöld, þeir fóru með hugrekki inn í þennan leik. Litríkasta lið mótsins. Takk fyrir allt saman og gangi ykkur vel í framtíðinni. Ísland aflaði sér virðingar frá Tyrklandi.“ „Virkilega góður leikur, íslensku leikmennirnir eiga hrós skilið fyrir viðhorf sitt. Til hamingju Tyrkland og gangi ykkur vel gegn Frakklandi.“ „Takk Ísland fyrir alla frábæru tímana sem þið gáfuð okkur. Þvílík ástríða, virðing frá Ítalíu #teamRagnar.“ „Til hamingju Ísland, þeir áttu skilið sigurinn enda börðust þeir til enda leiksins.“ „Vel gert Ísland, þið eruð ekki á sama stall og Serbía en við elskum eldmóðinn ykkar.“Turkey survive a tough OT-test from Iceland in #EuroBasket2015 Group B and advance to the Round of 16!Video highlights: https://youtu.be/OBUq9874VO8Posted by FIBA on Thursday, September 10, 2015
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25 Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Twitter um landsleikinn: "Hreinræktaður Suðurnesjaþristur“ Twitter gekk af göflunum yfir landsleik Íslands og Tyrklands á EM í körfubolta 10. september 2015 23:25
Er körfuboltinn kominn heim? Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu. 11. september 2015 06:30
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Tyrkland - Ísland 111-102 | Mögnuð frammistaða en tap í framlengingu Ísland var ótrúlega nálægt sínum fyrsta sigri á stórmóti í fimmta og síðasta leik sínum á Evrópumótinu í Berlín en íslensku strákarnir enduðu eftirminnilegt Evrópumót með níu stiga tapi á móti Tyrkjum í kvöld, 111-102. 10. september 2015 21:00