Fótbolti

U19 ára landsliðið vann stórsigur á Georgíu í fyrsta leik

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Hulda Hrund Arnarsdóttir í baráttunni í dag.
Hulda Hrund Arnarsdóttir í baráttunni í dag. Mynd/Twitter-síða KSÍ
Íslenska landsliðið skipað stelpum undir 19 ára aldri byrjaði undankeppni EM 2016 af krafti í dag með 6-1 sigri á Georgíu í Sviss.

Ísland er í riðli með Georgíu, Sviss og Grikklandi en lokamótið fer fram í Frakklandi næsta sumar.

Ísland hóf leikinn í dag af miklum krafti og komst í 3-0 snemma leiks áður en Georgía náði að minnka muninn skömmu fyrir leikslok.

Íslenska liðið hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik og bætti við þremur mörkum áður en leikurinn var flautaður af, 6-1 sigur íslenska liðsins staðreynd.

Andrea Celeste Thorisson, Selma Sól Magnúsdóttir og Hulda Hrund Arnarsdóttir úr Fylki, Ingibjörg Sigurðardóttir úr Breiðablik og Bryndís Rún Þórólfsdóttir úr ÍA sáu um markaskorun íslenska liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×