Enski boltinn

Þorvaldur: England getur ekki unnið EM

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Hjörvar Hafliðason, Messustjóri, velti því upp í Messu gærkvöldsins hvort enska landsliðið gæti komið á óvart og unnið EM 2016 í Frakklandi.

Hann benti á að liðið væri nú með fullt af ungum og flottum leikmönnum eins og John Stones, Chris Smalling og Ross Barkley.

Svar Þorvaldar Örlygssonar var einfalt: „Nei.“ Arnar Gunnlaugsson var ekki alveg jafn svartsýnn fyrir hönd enskra.

„Þeir gætu komið á óvart, en þá verður þeirra stjóri, Roy Hodgson, loksins að fara að spila fótbolta sem hentar þeim leikmönnum sem hann er með,“ sagði hann.

„Enska landsliðið er núna komið með fullt af fljótum leikmönnum og getur því alveg spilað þétt og agað og beitt skyndisóknum. Það er fullt af flottum leikmönnum þarna.“

Þorvaldur blandaði sér þá aftur í umræðuna: „Vandamálið eru alltaf væntingarnar. Menn hafa ekkert ráðið við þær. Það eru ekki bara Englendingar sem trúa ekki að þeir vinni EM. Ég trúi því ekki heldur,“ sagði Þorvaldur Örlygsson.

Alla umræðuna má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×