Sport

Ólympíuleikarnir 2024 verða í einni af þessum fimm borgum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
vísir/getty
Í morgun var tilkynnt hvaða fimm borgir keppast um að halda Ólympíuleikana árið 2024.

Þær borgir sem sóttu um að halda leikana eru Los Angeles, Hamborg, Róm, Búdapest og París.

Toronto í Kanada ákvað á endanum að sækja ekki um leikana eins og margir héldu, en borgarstjórinn í Toronto sagði önnur mál mikilvægari þar í borg.

Reglunum hefur verið breytt í aðdraganda valsins og komast nú allar borgirnar í lokakosninguna. Verður því ekki valið á milli tveggja borga á endanum eins og tíðkast hefur.

Þessi var breytt eftir að Osló, Stokkhólmur, Kraká og Líev drógu sig úr baráttunni um að halda vetrarólympíuleikana 2022 eftir að hafa upphaflega sótt um.

Borgirnar sem koma til greina:

Los Angeles, Bandaríkjunum: Eina borgin frá Bandaríkjunum sem sækir um. Hefur haldið Ólympíuleikana tvisvar sinnum; arið 1932 og 1984.

Hamborg, Þýskalandi: Haldin verður þjóðaratkvæðagreiðsla í nóvember þar sem borgarbúar ákveða hvort þeir virkilega vilja leikana.

París, Frakklandi: Tapaði fyrir London í baráttunni um leikana 2012. París hélt Ólympíuleikana árið 1900 og 1924.

Róm, Ítalíu: Hélt leikana 1960. Hætti við umsókn um leikana 2020.

Búdapest, Ungverjalandi: Ein af tíu sigursælustu þjóðum Ólympíuleikana. Hefur aldrei haldið leikana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×