Einungis fimm uppreisnarmenn eftir Samúel Karl Ólason skrifar 16. september 2015 23:26 Vísir/AFP Einungis fjórir eða fimm uppreisnarmenn eru eftir í Sýrlandi, sem voru þjálfaðir og vopnaðir af Bandaríkjunum. Samkvæmt áætlun ættu þeir að vera fleiri en fimm þúsund. Öldungaþingmenn í Bandaríkjunum eru æfir yfir áætluninni og segja hana hafa misheppnast algjörlega. Æðsti herforingi Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, Lloyd Austin III, kom fyrir hernaðarmálanefnd Öldungaþingsins í dag. Hann var spurður að því hve margir menn sem þjálfaðir voru af Bandaríkjunum væru virkir í Sýrlandi.Hershöfðinginn Lloyd Austin III.Vísir/AFP„Þeir eru mjög fáir. Við erum að tala um fjóra eða fimm,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þingið hefur samþykkt 500 milljóna dala fjárveitingu til verkefnisins en nú eru einungis um 200 menn í þjálfun. 54 menn voru sendir til Sýrlands í júlí, en vígamenn Al-nusra front, deildar Al-Qaeda í Sýrlandi réðust á hópinn. Þeir felldu nokkra og tóku fleiri í gíslingu. Restin flúði. Eitt stærsta vandamálið varðandi þjálfunina er sú að flestir þeirra sem vilja þjálfun og vopn, vilja berjast gegn stjórnarher Bashar Assad, forseta Sýrlands. Þjálfunin er þó skilyrt því að mennirnir munu einungis berjast gegn Íslamska ríkinu. Þar að auki eru margir þeirra sem vilja berjast yngri en 18 ára. Austin sagði þingmönnunum að hann teldi að það myndi taka mörg ár að ráða niðurlögum ISIS og koma jafnvægi á Sýrland og Írak. Talsmaður Hvíta hússins sagði í kvöld að hernaðarmálayfirvöld Bandaríkjanna væru nú að leita leiða til að bæta árangur verkefnisins. Josh Earnest tók þó fram að það væri alltaf auðvelt að gagnrýna hlutina eftir á. Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira
Einungis fjórir eða fimm uppreisnarmenn eru eftir í Sýrlandi, sem voru þjálfaðir og vopnaðir af Bandaríkjunum. Samkvæmt áætlun ættu þeir að vera fleiri en fimm þúsund. Öldungaþingmenn í Bandaríkjunum eru æfir yfir áætluninni og segja hana hafa misheppnast algjörlega. Æðsti herforingi Bandaríkjanna í Mið-Austurlöndum, Lloyd Austin III, kom fyrir hernaðarmálanefnd Öldungaþingsins í dag. Hann var spurður að því hve margir menn sem þjálfaðir voru af Bandaríkjunum væru virkir í Sýrlandi.Hershöfðinginn Lloyd Austin III.Vísir/AFP„Þeir eru mjög fáir. Við erum að tala um fjóra eða fimm,“ hefur AP fréttaveitan eftir honum. Þingið hefur samþykkt 500 milljóna dala fjárveitingu til verkefnisins en nú eru einungis um 200 menn í þjálfun. 54 menn voru sendir til Sýrlands í júlí, en vígamenn Al-nusra front, deildar Al-Qaeda í Sýrlandi réðust á hópinn. Þeir felldu nokkra og tóku fleiri í gíslingu. Restin flúði. Eitt stærsta vandamálið varðandi þjálfunina er sú að flestir þeirra sem vilja þjálfun og vopn, vilja berjast gegn stjórnarher Bashar Assad, forseta Sýrlands. Þjálfunin er þó skilyrt því að mennirnir munu einungis berjast gegn Íslamska ríkinu. Þar að auki eru margir þeirra sem vilja berjast yngri en 18 ára. Austin sagði þingmönnunum að hann teldi að það myndi taka mörg ár að ráða niðurlögum ISIS og koma jafnvægi á Sýrland og Írak. Talsmaður Hvíta hússins sagði í kvöld að hernaðarmálayfirvöld Bandaríkjanna væru nú að leita leiða til að bæta árangur verkefnisins. Josh Earnest tók þó fram að það væri alltaf auðvelt að gagnrýna hlutina eftir á.
Mið-Austurlönd Mest lesið Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Segir Selenskí á leið til Washington Erlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Innlent Slökkviliðsmenn felldu samninginn Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Sjá meira