Erlent

Rússneskir grínistar hringdu í Elton John – ekki Pútín

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Stjórnvöld í Kreml komu þó alveg af fjöllum þegar þau voru innt eftir nánari upplýsingum.
Stjórnvöld í Kreml komu þó alveg af fjöllum þegar þau voru innt eftir nánari upplýsingum. Vísir/AFP
Tveir rússneskir ólátabelgir hafa nú stigið fram og viðurkennt að hafa hringt í tónlistarmanninn  Elton  John og þóst vera  Vladimir  Pútín  í talsmaður hans  Dmitry   Peskov .

Tónlistarmaðurinn birti færslu á 
Instagram  reikningi sínum í byrjun vikunnar þar sem hann sagðist hafa fengið símtal frá  Pútín  þar sem þeir hafi rætt um stöðu réttindamála samkynhneigðra í Rússlandi.

Stjórnvöld í 
Kreml  komu þó alveg af fjöllum þegar þau voru innt eftir nánari upplýsingum og sögðu forsetann ekki hafa hringt.

Nú er komið í ljós að tveir rússneskir grínistar, þeir Vladimir „Vovan“ Krasnov og Alexei „Lexus“ Stolyarov, stóðu fyrir hrekknum.



Tengdar fréttir

Pútin segist ekki hafa rætt við Elton John

Ekki er þó útilokað að af fundinum verði því talsmaður Pútin sagðist viss um að forsetinn tæki vel í ósk Elton John um fund, kæmi slík beiðni formlega fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×