Íslendingar eftirbátar í meðferðarmálum Ólöf Skaftadóttir skrifar 2. september 2015 07:00 Dr. Stephanie S. Covington „Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
„Það er dásamlegt að sjá hversu margir hafa mætt, en það segir líka ákveðna sögu hverjir eru ekki hér. Það er eiginlega greinandi,“ segir dr. Stephanie S. Covington, aðalfyrirlesari á ráðstefnu um konur, fíkn, áföll og meðferð sem haldin er á Grand Hótel um þessar mundir. Engir starfsmenn voru sendir á vegum velferðarráðuneytisins né á vegum SÁÁ til að hlýða á fyrirlestrana sem fluttir voru á ráðstefnunni í gær, eftir því sem Fréttablaðið kemst næst. Samkvæmt því sem fram kom á ráðstefnunni eru Íslendingar eftirbátar nágrannaþjóða og Bandaríkjanna í áfengis- og vímuefnameðferðum að mörgu leyti. Covington er heimsþekktur sérfræðingur og frumkvöðull á sviði fíknar frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað fjölmargar bækur og rannsakað málefnið í tugi ára. Hún segir sér ekki hafa verið vel tekið þegar hún hóf að ræða um nýja nálgun að meðferðarmálun, sem miðar meðal annars að því að kynin þurfi ólík meðferðarúrræði og að áföll leiki stærra hlutverk en áður var talið í fíknisjúkdómum.Kristín I. Pálsdóttir„Það eru vissulega breyttir tímar, en margir eiga eftir að taka við sér.“ Síðustu ár hefur Covington verið eftirsótt til þess að innleiða breytingar í meðferðargeiranum víða um heim, meðal annars í Bandaríkjunum og í Bretlandi, þangað sem hún heldur næst til þess að vinna fyrir breska ríkið að kynjaskiptri nálgun að meðferðum í fangelsum þar í landi. „Ímyndið ykkur ef það væri ekki hægt að nálgast geislameðferð við krabbameini á Íslandi, vegna þess að yfirvöld væru ekki búin að sækja sér nýjustu þekkingu á sjúkdómnum. Það yrði allt brjálað. En það er einhvern veginn alltaf þannig með fíknisjúkdóma, að þeir mæta afgangi. Ætli það séu ekki leifar af þeirri skömm sem var og er viðloðandi þennan sjúkdóm.“ SÁÁ annast rekstur fimm meðferðarstofnana. Kristín segir að starfsfólki SÁÁ hafi verið boðið að koma á ráðstefnuna en enginn hafi komið, eftir því sem hún kemst næst.„Við buðum ráðuneytunum og SÁÁ að koma, en eftir því sem ég kemst næst mætti enginn á þeirra vegum,” segir Kristín I. Pálsdóttir, einn skipuleggjenda ráðstefnunnar. „Það er miður. En það gleður mig að sjá hversu margir sáu sér fært að koma og hér er mikið af fagfólki sem hefur áhrif í velferðar- og helbrigðiskerfinu. Það vekur hins vegar margar spurningar af hverju þeir sem eru ráðandi í meðferðargeiranum hafa svona lítinn áhuga á að fræðast um heilsu kvenna.“ Ráðstefnan er haldin á vegum RIKK, rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum, og Rótarinnar, félags um málefni kvenna með áfengis- og fíknivanda. Fjölmargir sérfræðingar víða að ræddu um meðferðarúrræði í sínum heimalöndum á ráðstefnunni.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira