Handbolti

ÍBV meistari meistaranna eftir sigur á Haukum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
ÍBV varð í dag meistari meistaranna í karlaflokki í handknattleik eftir nauman 25-24 sigur á Haukum í Schenker-höllini. Tókst þeim að hefna fyrir tapið í sama leik í fyrra sem Haukar unnu með einu marki.

Það var töluverð spenna fyrir leiknum á Ásvöllum í kvöld en liðin mættust annað árið í röð í Meistarakeppni HSÍ. Höfðu liðin hinsvegar skipt um hlutverk frá því fyrir ári síðan, ÍBV er ríkjandi bikarmeistari og Haukar urðu Íslandsmeistarar í vor.

ÍBV hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddi 15-10 í hálfleik en heimamönnum tókst að saxa á forskot Eyjamanna í seinni hálfleik.

Tókst leikmönnum Hauka að minnka forskotið niður í eitt mark en lengra komust þeir ekki og lauk leiknum með sigri ÍBV.

Theódór Sigurbjörnsson var allt í öllu í lið ÍBV hann skoraði 10 mörk en í liði Hauka var það Leonhard Þorgeir Harðarson sem var atkvæðamestur með átta mörk.

Leikurinn í Meistarakeppni kvenna fer fram á þriðjudaginn þegar Grótta tekur á móti Val en Olís-deild karla hefst einum degi seinna.

vísir/vilhelm
vísir/vilhelm
vísir/vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×