Flóttamenn streyma inn í Austurríki Sveinn Arnarsson skrifar 5. september 2015 09:36 Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi. Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Þúsundir flóttamanna fóru frá Ungverjalandi í morgun og stefna á Vínarborg í Austurríki eftir að þýsk og austurrísk stjórnvöld samþykktu að taka á móti þeim. Austurríska lögreglan býst við að taka á móti um 10 þúsund flóttamönnum í dag frá Ungverjalandi og veita þeim fæði og skjól. Um klukkan þrjú í nótt að staðartíma komu rétt um eitt hundrað fólksflutningabílar til landamæraborgarinnar Nickelsdorf, Rúturnar voru sendar af austurrískum stjórnvöldum. Í Nickelsdorf beið fjöldi sýrlenskra flóttamanna eftir að komast inn í Austurríki. Hófust því flutningar á fólkinu í rauðabítið í morgun bæði með fólksflutningabílum sem og lest sem fer á þrjátíu mínútna fresti frá Nickelsdorf til Vínarborgar. Enn fleiri flóttamenn bíða á lestarstöðinni í Keleti í Ungverjalandi eftir því að komast leiðar sinnar lengra inn í Evrópu. Hundruð flóttamanna lögðu af stað fótgangandi gegnum Ungverjaland í gær eftir að hafa beðið dögum saman á lestarstöðinni í Búdapest. Sameinuðu þjóðirnar segja að runnin sé upp örlagastund fyrir Evrópu. Fólkið ætlaði gangandi til Austurríkis, um 240 kílómetra leið. Stjórnvöld í Ungverjalandi hafa reynt að hindra för þúsunda til Vestur-Evrópu og samþykktu í gær hert lög sem veitir meðal annars lögreglu auknar heimildir til að beita frekara valdi gegn straumi flóttafólks. Táragasi var beitt í flóttamannabúðum í bænum Röszke í gær þar sem verið er að reisa girðingu á landamærum Ungverjalands við Serbíu. Ungversk stjórnvöld hafa því í nótt ákveðið að opna landamæri sín til að hleypa flóttafólkinu í gegn á leið sinni ti Austurríkis og Þýskalands. Antonio Guterres, yfirmaður flóttamannadeildar Sameinuðu Þjóðanna, sagði í gær vanta heildarstefnu evrópuríkja til að taka á þeim vanda sem steðjaði að þeim. Sameinuð áætlun Evrópuríkja væri ekki til staðar og brýndi fyrir þeim að setja upp áætlun til að taka við um 200.000 flóttamönnum frá stríðshrjáðu Sýrlandi.
Flóttamenn Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira