Innlent

Strákarnir mættu á Ingólfstorg

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurleg stemning var á Ingólfstorgi.
Gífurleg stemning var á Ingólfstorgi. Vísir/Vilhelm
Gífurleg stemning var á Ingólfstorgi í kvöld þar sem fjöldi manns komu saman til að fagna gengi strákanna í landsliði Íslands í fótbolta og gengi þeirra. Þeir tryggðu sér í kvöld sæti á Evrópumeistaramóti sem fram fer í Frakklandi á næsta ári.

Góðkunnir tónlistarmenn komu fram og skemmtu áhorfendum.

Fram komu Páll Óskar, Steindi Jr., Ásdís María, Bent og Daníel Ágúst. Strákarnir í landsliðinu munu einnig mæta á Ingólfstorg í kvöld, eftir sturtu, viðtöl og allt það sem fylgir landsleikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×