Áttum aftur möguleika að vinna gegn Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. september 2015 06:00 Strákarnir ganga hér frá varamannabekknum eftir leikhlé. Vísir/valli „Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum inn í þennan leik. Við eyddum svo mikilli orku í leikinn í gær og það var rosalega svekkjandi að tapa þeim leik," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir naumt tap á móti Ítölum á Evróumótinu í gær. Ítalir unnu leikinn 71-64 en aðeins þremur mínútum fyrir leikslok var staðan 62-59 fyrir Ísland. Daginn eftir að íslenska liðið kom mörgum á óvart með því að vera nálægt því að stela sigri af heimamönnum í Þýskalandi þá var liðið í leik allan tímann á móti Ítölum í gær. Íslenska liðið átti marga frábæra leikkafla og komst yfir í öllum leikhlutunum. „Maður þarf að berjast við að rífa sig upp aftur en við gerðum það í dag. Það voru fleiri sem stigu upp í dag. Flestir fyrir utan mig spiluðu bara rosalega vel," sagði Jón Arnór harður við sjálfan sig en hann opnaði fyrir restina af liðinu þar sem Ítalarnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann. „Ég átti eiginlega ekki möguleika í dag. Við vorum bara góðir og áttum aftur möguleika á að vinna leikinn," sagði Jón Arnór.Okkur vantar eitthvað smá í viðbót Íslenska liðið hefur átti möguleika á sigri í tveimur leikjum í röð en strákarnir hafa verið örlítið úrræðalausir á móti hávöxnum og einbeittum vörnum mótherjanna á lokamínútum beggja leikja. „Okkur vantar eitthvað smá í viðbót til þess að klára þessa leiki sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og við erum að spila á móti sterkum þjóðum sem hafa gert þetta allt áður. Það var því smá ringulreið í lokin því við fengum opin skot sem við nýttum ekki. Við hefðum líka getað fengið einhverja dóma í lokin fannst mér en við erum bara ógeðslega svekktir að hafa tapað þessum leik," sagði Jón Arnór. Jón Arnór hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum í leiknum og viðurkenndir að hafa verið með þreyttar lappir þrátt fyrir að hausinn væri klár. „Ég komst í gegnum þetta á lífi og það er bara jákvætt. Það er gaman að taka þátt í þessu. Ég reyndi mitt besta eins og alltaf en strákarnir eiga mikið skilið því mér fannst þeir draga vagninn allan leikinn," sagði Jón Arnór.Aldrei upplifað slíkan stuðning áður Íslenska liðið hefur stimplað sig vel inn í sitt fyrsta Evrópumót þótt að báðir leikirnir hafi tapast. „Við erum hérna, við erum á staðnum. Við erum mættir á þetta mót til að stríða þessum þjóðum og koma öllum á óvart. Við erum heldur betur að gera það. Það má taka það jákvætt frá þessum leik þó að maður sé drullusvekktur að hafa tapað," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið var nálægt sigri á gólfinu en Ísland burstaði hinsvegar baráttuna um stúkuna. "Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," segir Jón og íslenska hjartað sló örar við að horfa upp á fagurbláa stúkuna sem öskrar öll sem ein: „Áfram Ísland." „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór að lokum. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
„Ég er mjög stoltur af því hvernig við komum inn í þennan leik. Við eyddum svo mikilli orku í leikinn í gær og það var rosalega svekkjandi að tapa þeim leik," sagði Jón Arnór Stefánsson eftir naumt tap á móti Ítölum á Evróumótinu í gær. Ítalir unnu leikinn 71-64 en aðeins þremur mínútum fyrir leikslok var staðan 62-59 fyrir Ísland. Daginn eftir að íslenska liðið kom mörgum á óvart með því að vera nálægt því að stela sigri af heimamönnum í Þýskalandi þá var liðið í leik allan tímann á móti Ítölum í gær. Íslenska liðið átti marga frábæra leikkafla og komst yfir í öllum leikhlutunum. „Maður þarf að berjast við að rífa sig upp aftur en við gerðum það í dag. Það voru fleiri sem stigu upp í dag. Flestir fyrir utan mig spiluðu bara rosalega vel," sagði Jón Arnór harður við sjálfan sig en hann opnaði fyrir restina af liðinu þar sem Ítalarnir lögðu ofurkapp á að stoppa hann. „Ég átti eiginlega ekki möguleika í dag. Við vorum bara góðir og áttum aftur möguleika á að vinna leikinn," sagði Jón Arnór.Okkur vantar eitthvað smá í viðbót Íslenska liðið hefur átti möguleika á sigri í tveimur leikjum í röð en strákarnir hafa verið örlítið úrræðalausir á móti hávöxnum og einbeittum vörnum mótherjanna á lokamínútum beggja leikja. „Okkur vantar eitthvað smá í viðbót til þess að klára þessa leiki sem er bara mjög eðlilegt. Þetta er allt nýtt fyrir okkur og við erum að spila á móti sterkum þjóðum sem hafa gert þetta allt áður. Það var því smá ringulreið í lokin því við fengum opin skot sem við nýttum ekki. Við hefðum líka getað fengið einhverja dóma í lokin fannst mér en við erum bara ógeðslega svekktir að hafa tapað þessum leik," sagði Jón Arnór. Jón Arnór hitti aðeins úr 4 af 16 skotum sínum í leiknum og viðurkenndir að hafa verið með þreyttar lappir þrátt fyrir að hausinn væri klár. „Ég komst í gegnum þetta á lífi og það er bara jákvætt. Það er gaman að taka þátt í þessu. Ég reyndi mitt besta eins og alltaf en strákarnir eiga mikið skilið því mér fannst þeir draga vagninn allan leikinn," sagði Jón Arnór.Aldrei upplifað slíkan stuðning áður Íslenska liðið hefur stimplað sig vel inn í sitt fyrsta Evrópumót þótt að báðir leikirnir hafi tapast. „Við erum hérna, við erum á staðnum. Við erum mættir á þetta mót til að stríða þessum þjóðum og koma öllum á óvart. Við erum heldur betur að gera það. Það má taka það jákvætt frá þessum leik þó að maður sé drullusvekktur að hafa tapað," sagði Jón Arnór. Íslenska liðið var nálægt sigri á gólfinu en Ísland burstaði hinsvegar baráttuna um stúkuna. "Ég vil nota tækifærið og þakka þessum Íslendingum sem eru komnir hingað til að styðja okkur. Við strákarnir vorum bara klökkir eftir leikinn og það er ótrúlega gaman að sjá hvað margir mættu hingað til Berlínar," segir Jón og íslenska hjartað sló örar við að horfa upp á fagurbláa stúkuna sem öskrar öll sem ein: „Áfram Ísland." „Þeir gefa okkur eitthvað extra. Ég hef aldrei upplifað svona áður. Þetta er alveg risastórt fyrir okkur og gefur þennan aukakraft sem við þurfum. Það er rosalega mikilvægt fyrir okkur," sagði Jón Arnór að lokum.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45 Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Þýskaland - Ísland 71-65 | Mögnuð frammistaða dugði næstum því Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði sínum fyrsta leik á Eurobasket í Berlín, en liðið beið lægri hlut fyrir Þýskalandi, 71-65. 5. september 2015 14:45
Umfjöllun, myndir og viðtöl: Ísland - Ítalía 64-70 | Frábær leikur strákanna en aftur naumt tap Ísland tapaði sínum öðrum leik á Eurobasket í Berlín, en Ísland tapaði með sex stiga mun gegn Ítalíu, 70-64. Slæmur lokakafli gerði út um vonir íslenska liðsins um sigur. 6. september 2015 00:18