Fótbolti

Spánverjar rúlluðu yfir Tyrki

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. vísir/getty
Spánverjar rúlluðu yfir Tyrkland í riðli okkar Íslendinga á Evrópumótinu í körfubolta, Eurobasket, en Spánn vann með 27 stiga mun; 104-77.

Spánverjar byrjuðu af miklum krafti og leiddu með sex stigum eftir fyrsta leikhlutann, 24-18. Þeir leiddu svo með 16 stiga mun í hálfleik, 54-38.

Í síðari hálfleik var svipað uppá teningnum og þegar flautan gall og þriðji leikhluti var á enda var staðan 81-56.

Fjórði leikurinn var svo algjört formsatriði fyrir Spánverja sem unnu að lokum 27 stiga sigur, 104-77.

Pau Gasol skoraði 21 stig fyrir Spánverja og var stigahæstur, en auk þess tók hann sjö fráköst. Næstur kom Sergio Rodriguez með fjórtán stig.

Ersan Ilyasova skoraði fimmtán stig fyrir Tyrkland og þeir Melih Mahmutgolu og Huseyin Köksal gerðu sitt hvor tólf stigin.

Spánverjar spila á þriðjudaginn við Ítalíu á meðan Tyrkir spila við Þjóðverja. Þetta var fyrsti sigur Spánverja á mótinu, en þeir töpuðu með tíu stigum fyrir Serbíu í fyrsta leik. Tyrkland vann fyrsta leik sinn gegn Ítalíu með tveimur stigum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×