Húsnæðismál Eyglóar í fjárlagafrumvarpi Snærós Sindradóttir skrifar 8. september 2015 07:00 Mikið mun mæða á Eygló Harðardóttur á komandi þingi. Andstæðingar segja pólitískt líf hennar velta á velgengninni. vísir/Stefán Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Það eru allir sammála um að húsnæðismál Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, verði stóra málið á þingi í haust. Ágreiningur milli ríkisstjórnarflokkanna um frumvarpið er ekki meiri en svo að gert er ráð fyrir kostnaði við það, mörgum milljörðum, í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Alþingi Íslendinga kemur saman í dag eftir stutt sumarleyfi. Húsnæðisfrumvarpið kveður á um byggingu 2.300 félagslegra íbúða á næstu þremur árum, stofnframlög eða vaxtaniðurgreiðslur til húsnæðissamvinnufélaga, og nýmæli um húsnæðisbótakerfi sem jafnar vaxtabætur og húsaleigubætur. Grunnhúsnæðisbæturnar hækka úr 23 þúsund krónum í 32 þúsund krónur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snýst helsti ágreiningur ríkisstjórnarinnar um það hvort greiðslur bóta verði áfram á hendi sveitarfélaga eða hvort umsjón þeirra fari yfir til ríkisins.Vigdís HauksdóttirÞá segja heimildarmenn innan ríkisstjórnarinnar að viðbúið sé að ágreiningur verði um húsnæðisbæturnar hjá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins. Það verði erfitt fyrir þá að kyngja tillögum sem séu í prinsippinu ólíkar hugmyndum um markaðsfrelsi og einstaklingsframtak. Samið var um húsnæðisfrumvarp Eyglóar í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Í samningunum eru rauð strik í febrúar sem koma samningnum í uppnám ef ekki verður búið að afgreiða frumvarpið. Þetta þýðir, að mati stjórnarandstöðuþingmanna sem Fréttablaðið ræddi við, að pólitískt líf Eyglóar hangi á þessu frumvarpi. Frumvarpið þykir slá félagslegri tóna en nýlega hafa heyrst frá Framsóknarflokknum. Því er eðlilegt að spyrja Vigdísi Hauksdóttur, formann fjárlaganefndar, hvað henni finnist um kostnaðarsamt frumvarpið og þá staðreynd að búið sé að fjármagna það í fjárlagafrumvarpinu. „Ég get ekkert tjáð mig um þetta því fjárlaganefnd er ekki búin að fá kynningu á fjárlagafrumvarpinu,“ segir hún. Aðspurð hvernig Vigdísi lítist almennt á frumvarp flokkssystur sinnar segist hún heldur ekki geta tjáð sig um það. „Ég veit ekki hvað kemur til með að standa í þeim [breytingum á frumvarpinu]. Þú ert að biðja mig um að sjá inn í framtíðina og það get ég ekki.“ En það þykir þó ólíklegt að stjórnarandstaðan reynist óþægur ljár í þúfu þegar kemur að frumvarpinu. Eins og áður segir þykir það frekar félagslegt, sem hæfir vel stefnu sósíaldemókratísku flokkanna á vinstri vængnum. Þá þykir líklegt að leggjast muni vel í stjórnarandstöðuna ákvæði um að fjölskyldustærð hækki bæturnar sem og að foreldri, sem hefur forsjá en ekki lögheimili barns síns, eigi rétt á bótunum.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira