Lesbos er á barmi þess að springa Stefán Óli Jónsson skrifar 7. september 2015 23:41 Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar. Vísir/EPA Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag. Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Lesbos er á barmi þess að „springa“ ef marka má innanríkisráðherra Grikklands en stjórnvöld þar reyna nú að takast á við flóttamannastrauminn til eyjunnar sem ekkert lát virðist vera á. Innanríkisráðherrann, Yiannis Mouzalas sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í dag að fyrirhugað væri að opna aðra höfn sem skip sem flytja flóttamenn til meginlandsins gætu nýtt sér til að dreifa álaginu um eyjuna og hina 85 þúsund íbúa hennar. Talið er að á bilinu 15 til 17 þúsund flóttamenn hafist nú við í höfuðborg eyjunnar, Mytilene, og beina grísk stjórnvöld sjónum sínum þangað „því ástandið er við það að springa,“ eins og Mouzalas komst að orði. Gríski fjölmiðlar birtu undir kvöld fréttamyndir af rúmlega 6000 flóttamönnum sem börðust um takmarkaðan sætafjölda til meginlandsins. Ágangur fólksins var svo mikill að skipið þurfti að lyfta upp landgangi sínum skömmu eftir að það hafði fest landfestar. Grísk stjórnvöld hafa heitið því að auka neyðaraðstoð til flóttamanna sem hafast við á eyjunni og munu flytja heilbrigðisstarfsfólk og hjálpargögn til Lesbos í auknum mæli á næstu dögum og vikum. Þá hefur innanríkisráðherra landsins heitið því að fjölga um 60 í liði landhelgisgæslunnar á eyjunni svo að skráning á flóttamönnum og mál þeirra gangi í grískri stjórnsýslu gangi hraðar fyrir sig. Lesbos er þó ekki nema ein fjölda eyja undan ströndum Grikklands sem hefur átt erfitt með að eiga við hinn mikla straum flóttamanna á síðustu misserum. Ljósmyndin af hinum sýrlenska Aylan Kurdi sem drukknaði ásamt bróður sínum og móður við strendur Tyrklands hefur sett þrýsting á evrópsk stjórnvöld um að taka með einurð á yfirstandandi fólksflutningum sem eru þeir mestu síðan í Evrópu síðan í seinna stríð. „Við vonum að á næstu fimm dögum muni eyjaskeggjar og flóttamenn sjá batamerki á ástandinu,“ sagði innanríkisráðherrann Mouzalas í dag.
Flóttamenn Tengdar fréttir Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00 Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09 Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19 Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50 Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Fleiri fréttir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Sjá meira
Flóttamenn streyma frá Ungverjalandi til Þýskalands Flóttamenn steymdu frá Ungverjalandi til Austurríkis og Þýskalands í gær. Enn bíða margir í Ungverjalandi eftir því að komast til Þýskalands. Höskuldur Kári Schram fréttamaður lýsir ástandinu á Keleti-lestarstöðinni í Búdapest. 7. september 2015 08:00
Segir flóttamannabúðirnar líkjast frekar Gvantanamó en griðastað Loftið lyktar af mannaskít og hverskonar úrgangi og vistin reynist mörgum þungbær. 7. september 2015 21:09
Merkel segir að aukning flóttafólks muni breyta Þýskalandi Merkel þakkaði öllum þeim sem aðstoðuðu og buðu flóttafólk velkomið og sagði þá hafa dregið upp mynd af Þjóðverjum sem sómi væri að. 7. september 2015 11:19
Seðlabankastjóri Finnlands gefur mánaðarlaun sín til flóttafólks Erkki Liikanen hefur ákveðið að gefa fjárhæð sem nemur einum mánaðarlaunum til Rauða krossins í Finnlandi. 7. september 2015 11:50
Leggur til sex milljaðra evra til að bregðast við auknum straumi flóttamanna Gagnrýnendur saka Angelu Merkel um að skapa varasamt fordæmi með því að opna landamæri Þýskalands. 7. september 2015 10:42