Síðasti Holden bíllinn mikill kraftaköggull Finnur Thorlacius skrifar 8. september 2015 12:15 Holden Commodore. Holden bílaframleiðandinn í Ástralíu, sem er í eigu General Motors, mun hætta framleiðslu í enda árs 2017 enda hefur verið tap á rekstri þess í alllangan tíma. Holden ætlar þó rækilega að láta minnast sín með sínum síðasta bíl, en svanasvöngurinn verður sunginn með 638 hestafla Commodore bíl. Það er Holden Special Vehicles deild fyrirtækisins sem smíðar bílinn. Vélin í bílnum verður sú sama og finna má í Chevrolet Corvette ZR1. Þetta verður öflugasti bíll sem Holden hefur nokkurntíma smíðað og reyndar í álfunni allri. Holden Special Vehicles hefur áður sent frá sér öfluga bíla eins og 577 hestafla Maloo GTS og 462 hestafla Senator HV, en sá nýi slær þeim rækilega við. Líklega mun þessi Commodore bíll fá stafina GTS-R í endann. Corvette vélin er 6,2 lítra V8 og með stórum keflablásara. Ekki er loku fyrir það skotið að Commodore bíllinn fái líka sömu carbon-ceramic bremsurnar og eru í Corvette ZR1. Ekki stendur til að framleiða marga af þessum svanasöngsbíl, eða um 200 stykki og verðið er um 100.000 Ástralíudollarar, eða 9,2 milljónir króna. Nokkuð víst er að þessi bíll verður söfnunareintak meðal bílaáhugamanna. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Holden bílaframleiðandinn í Ástralíu, sem er í eigu General Motors, mun hætta framleiðslu í enda árs 2017 enda hefur verið tap á rekstri þess í alllangan tíma. Holden ætlar þó rækilega að láta minnast sín með sínum síðasta bíl, en svanasvöngurinn verður sunginn með 638 hestafla Commodore bíl. Það er Holden Special Vehicles deild fyrirtækisins sem smíðar bílinn. Vélin í bílnum verður sú sama og finna má í Chevrolet Corvette ZR1. Þetta verður öflugasti bíll sem Holden hefur nokkurntíma smíðað og reyndar í álfunni allri. Holden Special Vehicles hefur áður sent frá sér öfluga bíla eins og 577 hestafla Maloo GTS og 462 hestafla Senator HV, en sá nýi slær þeim rækilega við. Líklega mun þessi Commodore bíll fá stafina GTS-R í endann. Corvette vélin er 6,2 lítra V8 og með stórum keflablásara. Ekki er loku fyrir það skotið að Commodore bíllinn fái líka sömu carbon-ceramic bremsurnar og eru í Corvette ZR1. Ekki stendur til að framleiða marga af þessum svanasöngsbíl, eða um 200 stykki og verðið er um 100.000 Ástralíudollarar, eða 9,2 milljónir króna. Nokkuð víst er að þessi bíll verður söfnunareintak meðal bílaáhugamanna.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent