Tilboð í vegagerð langt umfram áætlun vegna minnkandi samkeppni Gissur Sigurðsson skrifar 8. september 2015 12:37 Staðan gæti tafið framkvæmdir sem þegar hefur verið ákveðið að fara í. vísir/pjetur Minnkandi samkeppni á verktakamarkaði hefur orðið til þess að tilboð í verk fyrir Vegagerðina eru sum svo langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að það verður ýmist að hafna þeim, draga úr umfangi framkvæmda eða fresta þeim. Sem dæmi má taka að hærra tilboð af tveimur, sem nýlega bárust í vegarkafla úti á landi, var upp á 413 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á liðlega 280 milljónir og lægra tilboðið var líka ríflega yfir kostnaðaráætlun. Þetta er ekkert einsdæmi upp á síðkastið að sögn Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, sem segir nokkrar skýringar vera á þessu. „Kannski er megin skýringin sú að síðustu árin hefur verkefnum í vegagerð og almennt í jarðvinnuverkefnum hefur fækkað mikið eftir hrun sem þýðir það einfaldlega að verktökum hefur fækkað líka,“ segir Hreinn. „Þeir hafa ýmist orðið gjaldþrota, lagt niðurstarfsemi sína eða flutt til útlanda þannig að samkeppnin hefur minnkað mikið eftir hrun.“ „Ein afleiðingin af því er að við erum að horfa á miklu hærra einingarverð núna og á sama tíma miklu færri tilboð í hvert verk,“ segir hann. Þýðir þetta ekki að þið þurfið að fækka verkum, því þið getið ekki farið umfram fjárhagsáætlun? „Ef þau eru langt yfir þá yfirleitt höfnum við öllum tilboðum og reynum þá að breyta tilhögun, minnka verkin og bjóða þau út aftur og svo framvegis,“ segir hann. „Þetta verður í mesta lagi til þess að þau frestast eitthvað og koma þá heldur síðar í gagnið en þetta eru allt saman verk sem búið er að ákveða á Alþingi að skuli fara í en hafa þá ekki eins hraðan framgang eins og ella væri,“ segir Hreinn vegamálastjóri. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira
Minnkandi samkeppni á verktakamarkaði hefur orðið til þess að tilboð í verk fyrir Vegagerðina eru sum svo langt yfir kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar að það verður ýmist að hafna þeim, draga úr umfangi framkvæmda eða fresta þeim. Sem dæmi má taka að hærra tilboð af tveimur, sem nýlega bárust í vegarkafla úti á landi, var upp á 413 milljónir en kostnaðaráætlun Vegagerðarinnar var upp á liðlega 280 milljónir og lægra tilboðið var líka ríflega yfir kostnaðaráætlun. Þetta er ekkert einsdæmi upp á síðkastið að sögn Hreins Haraldssonar, vegamálastjóra, sem segir nokkrar skýringar vera á þessu. „Kannski er megin skýringin sú að síðustu árin hefur verkefnum í vegagerð og almennt í jarðvinnuverkefnum hefur fækkað mikið eftir hrun sem þýðir það einfaldlega að verktökum hefur fækkað líka,“ segir Hreinn. „Þeir hafa ýmist orðið gjaldþrota, lagt niðurstarfsemi sína eða flutt til útlanda þannig að samkeppnin hefur minnkað mikið eftir hrun.“ „Ein afleiðingin af því er að við erum að horfa á miklu hærra einingarverð núna og á sama tíma miklu færri tilboð í hvert verk,“ segir hann. Þýðir þetta ekki að þið þurfið að fækka verkum, því þið getið ekki farið umfram fjárhagsáætlun? „Ef þau eru langt yfir þá yfirleitt höfnum við öllum tilboðum og reynum þá að breyta tilhögun, minnka verkin og bjóða þau út aftur og svo framvegis,“ segir hann. „Þetta verður í mesta lagi til þess að þau frestast eitthvað og koma þá heldur síðar í gagnið en þetta eru allt saman verk sem búið er að ákveða á Alþingi að skuli fara í en hafa þá ekki eins hraðan framgang eins og ella væri,“ segir Hreinn vegamálastjóri.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Sjá meira