Ragnar: Þurfum ekki að skammast okkar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2015 14:48 Ragnar Nathanaelsson vel peppaður á bekknum í dag. vísir/valli Ísland tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta í dag. Ísland hékk lengi vel í serbneska liðinu sem komst í úrslitaleikinn á HM í fyrra, en þeir voru of sterkir undir lokin. „Þetta var vissulega erfitt. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið, eitt það sterkasta í Evrópu,“ sagði risinn Ragnar Nathanaelsson við Vísi eftir leikinn. „Í eitt af fáum skiptum var ég að mæta mönnum sem eru jafn stórir og ég. Það var nýtt en virkilega gaman samt sem áður.“ Serbarnir gáfu ekkert eftir í dag og mættu ákefð íslenska liðsins. „Þeir spila mjög fastan bolta sem við ættum samt að vera vanir. Þeir voru sterkir í dag. Við héldum í þeim lengi, en svo voru þeir sterkari á lokasprettinum. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það. Þetta er virkilega sterkt lið með góða leikmenn,“ sagði Ragnar sem náði ekki að skora í leiknum þrátt fyrir að fá nokkrar tilraunir í sömu sókninni. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Boltinn skoppaði bara á hringnum sama hvað ég reyndi. En ég fékk allavega nokkur fráköst. Ég get huggað mig við það,“ sagði risinn kátur, en hvernig er fyrir unga manninn að vera að spila á EM? „Það er gjörsamlega ólýsanlegt að vera hérna ásamt þessu frábæra liði, í kringum þessa flottu leikmenn og spila fyrir þessa æðislegu stuðningsmenn sem hvetja okkur allan tímann eins og brjálæðingar. Þetta er þvílík upphitun, miklu meiri en ég bjóst nokkurn tíma við,“ sagði Ragnar Nathanaelsson. EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Ísland tapaði með 29 stiga mun gegn Serbíu, 93-64, í þriðja leik liðsins á EM 2015 í körfubolta í dag. Ísland hékk lengi vel í serbneska liðinu sem komst í úrslitaleikinn á HM í fyrra, en þeir voru of sterkir undir lokin. „Þetta var vissulega erfitt. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið, eitt það sterkasta í Evrópu,“ sagði risinn Ragnar Nathanaelsson við Vísi eftir leikinn. „Í eitt af fáum skiptum var ég að mæta mönnum sem eru jafn stórir og ég. Það var nýtt en virkilega gaman samt sem áður.“ Serbarnir gáfu ekkert eftir í dag og mættu ákefð íslenska liðsins. „Þeir spila mjög fastan bolta sem við ættum samt að vera vanir. Þeir voru sterkir í dag. Við héldum í þeim lengi, en svo voru þeir sterkari á lokasprettinum. Við þurfum ekkert að skammast okkar fyrir það. Þetta er virkilega sterkt lið með góða leikmenn,“ sagði Ragnar sem náði ekki að skora í leiknum þrátt fyrir að fá nokkrar tilraunir í sömu sókninni. „Þetta var bara einn af þessum dögum. Boltinn skoppaði bara á hringnum sama hvað ég reyndi. En ég fékk allavega nokkur fráköst. Ég get huggað mig við það,“ sagði risinn kátur, en hvernig er fyrir unga manninn að vera að spila á EM? „Það er gjörsamlega ólýsanlegt að vera hérna ásamt þessu frábæra liði, í kringum þessa flottu leikmenn og spila fyrir þessa æðislegu stuðningsmenn sem hvetja okkur allan tímann eins og brjálæðingar. Þetta er þvílík upphitun, miklu meiri en ég bjóst nokkurn tíma við,“ sagði Ragnar Nathanaelsson.
EM 2015 í Berlín Tengdar fréttir Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Hlynur: Nýttum ekki öll okkar tækifæri Fyrirliði Íslands var ánægður með kafla í leiknum gegn stórliði Serba á EM í körfubolta. 8. september 2015 14:38
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik