Samfélag fyrir alla? Katrín Jakobsdóttir skrifar 10. september 2015 08:00 Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Sjá meira
Umræða um misskiptingu auðæfa hefur orðið æ háværari undanfarin misseri. Við erum daglega minnt á þá staðreynd að ekki hafa allir sömu tækifæri til að láta drauma sína rætast. Við búum við ójöfnuð. Ójöfnuð innan okkar litla samfélags milli stétta og landshluta. Enn meiri ójöfnuð milli heimshluta. Og á sama tíma sjáum við að það eru peningar og tækifæri til. Franski hagfræðingurinn Thomas Piketty hefur verið ötull í að greina ójöfnuðinn í heiminum og bendir á að sagan sýni að þeir sem eigi mikla peninga bregðist aldrei í því að verja hagsmuni sína. Samkvæmt Piketty á ríkasta 0,1% prósentið um það bil 20% af öllu auðmagni í heiminum og auðugasta eina prósentið á um 50% af öllum auði heimsins. Peningarnir eru til. En þeim er ekki skipt jafnt. Ef við viljum í raun að allir eigi rétt á sömu tækifærum þarf að endurskoða það hvernig við skiptum kökunni. Til þess þarf hins vegar róttækar aðgerðir og breytta hugsun. Það er nefnilega ekki sjálfgefið að þeir sem eiga mestu auðæfin hafi líka bestu tækifærin til að safna sér enn meiri auði þó að talsmenn óbreytts ástands tali stundum þannig. Við megum ekki gleyma því að kerfið á að þjóna fjöldanum en ekki fáum útvöldum. Ef nýtt fjárlagafrumvarp er lesið með gleraugum jafnaðar stingur það í augu að sjá öryrkja og eldri borgara fá hækkun undir tíu prósentum. Sú hækkun slagar ekki upp í kröfuna um þrjú hundruð þúsund króna lágmarkslaun en þessir hópar þurfa eigi að síður að lifa í sama samfélagi og við hin. Borða mat, borga leigu, kaupa lyf og allt hitt sem þrjú hundruð þúsund krónurnar duga vart fyrir – hvað þá elli- og örorkulífeyrir. Það ætti að vera metnaðarmál okkar allra að tryggja þessum hópum viðunandi grunnframfærslu. Þannig stígum við eitt skref í átt til aukins jafnaðar og betra samfélags fyrir alla.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar