Sport

Þuríður Erla Norðurlandameistari

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þuríður Erla á verðlaunapallinum.
Þuríður Erla á verðlaunapallinum. vísir
Þuríður Erla Helgadóttir, Ármann, varð í gær Norðurlandameistari í -58kg flokki kvenna á Norðurlandameistaramótinu í ólympískum lyftingum sem fram fer í Slagelse í Danmörku núna um helgina.

Þuríður lyfti 78kg í snörun sem var bæting um tvö kíló á íslandsmeti Önnu Huldu Ólafsdóttur sem varð norðurlandameistari 2014 í sama flokki.

Íslenska liðið var með öndina í hálsinum eftir að hún hafði klikkað á byrjunarþyngdinni 73kg og fyrri tilraun á 78kg. Þuríður lyfti hinsvegar þyngdinni í lokatilraun og kom sér í yfirburðarstöðu fyrir jafnhendinguna. Þar lyfti hún síðan 97 kílóum sem jafnframt var bæting á hennar eigin Íslandsmeti um eitt kíló.

Oddrún Eik Gylfadóttir, Ármann, keppti einnig í sama flokki og hefur átt betri daga á pallinum, hún fór með opnunarþyngdirnar sínar 64 kíló í snörun og 77 kíló í jafnhendingu. Hún endaði í 6.sæti í -58kg flokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×