Birkir Már vanur rigningunni | Blautt á fyrstu æfingunni í Amsterdam Óskar Ófeigur Jónsson í Amsterdam skrifar 31. ágúst 2015 21:00 Birkir Már Sævarsson fagnar marki Eiðs Smára Guðjohnsen á móti Kasakstan í mars. Vísir/AFP Mikil rigning tók á móti íslensku landsliðsstrákunum þegar þeir mættu á sína fyrstu æfingu í Amsterdam í dag en framundan er leikur á móti Hollandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið. Birkir Már Sævarsson flaug til Amsterdam frá Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem hann er á sínu fyrsta tímabili með Hammarby IF. „Það er gaman að hitta strákana eins og alltaf. Við hlökkum til leiksins," segir Birkir Már. Íslenska liðið lenti í helli dembu á fyrstu æfingu sinni í dag og það mátti meðal annars heyra í þrumum í nágrenninu á meðan æfingunni stóð. „Þetta var vissulega svolítið blaut æfing en ég er vanur því frá Bergen," sagði Birkir Már sem spilaði þá með Brann í norsku úrvalsdeildinni. Hann segist því hafa mætt á ófáar æfingarnar í rigningu. „Ég var í sex ár í Bergen þar sem rigndi á hverjum degi og ég er því vanur þessum aðstæðum," sagði Birkir í léttum tón. Íslenska liðið æfði í tveimur hlutum í dag þar sem leikmennirnir sem spiluðu á sunnudag tóku mun rólegri æfingu en hinir. „Menn vöknuðu snemma og voru að ferðast í dag. Þessi æfing snérist því aðallega um það að koma sér í gang," sagði Birkir Már. Liðið æfir aftur á morgun og hver veit nema að sólin skíni á strákana þá. Spáin er að minnsta kosti hagstæðari fyrir þá sem vilja ekki gegnblotna aftur eins og í dag. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 Emil ekki með gegn Hollandi | Ólafur Ingi kemur inn í hópinn Emil Hallfreðsson missir af landsleik Íslands og Hollands í Amsterdam í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn vegna meiðsla. 31. ágúst 2015 17:01 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Mikil rigning tók á móti íslensku landsliðsstrákunum þegar þeir mættu á sína fyrstu æfingu í Amsterdam í dag en framundan er leikur á móti Hollandi í undankeppni EM á fimmtudagskvöldið. Birkir Már Sævarsson flaug til Amsterdam frá Stokkhólmi í Svíþjóð þar sem hann er á sínu fyrsta tímabili með Hammarby IF. „Það er gaman að hitta strákana eins og alltaf. Við hlökkum til leiksins," segir Birkir Már. Íslenska liðið lenti í helli dembu á fyrstu æfingu sinni í dag og það mátti meðal annars heyra í þrumum í nágrenninu á meðan æfingunni stóð. „Þetta var vissulega svolítið blaut æfing en ég er vanur því frá Bergen," sagði Birkir Már sem spilaði þá með Brann í norsku úrvalsdeildinni. Hann segist því hafa mætt á ófáar æfingarnar í rigningu. „Ég var í sex ár í Bergen þar sem rigndi á hverjum degi og ég er því vanur þessum aðstæðum," sagði Birkir í léttum tón. Íslenska liðið æfði í tveimur hlutum í dag þar sem leikmennirnir sem spiluðu á sunnudag tóku mun rólegri æfingu en hinir. „Menn vöknuðu snemma og voru að ferðast í dag. Þessi æfing snérist því aðallega um það að koma sér í gang," sagði Birkir Már. Liðið æfir aftur á morgun og hver veit nema að sólin skíni á strákana þá. Spáin er að minnsta kosti hagstæðari fyrir þá sem vilja ekki gegnblotna aftur eins og í dag.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45 Emil ekki með gegn Hollandi | Ólafur Ingi kemur inn í hópinn Emil Hallfreðsson missir af landsleik Íslands og Hollands í Amsterdam í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn vegna meiðsla. 31. ágúst 2015 17:01 „Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06 Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08 Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Dagskráin: Fótbolti, hestar og NBA í dag og kvöld en formúla í nótt Sport „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Lars: Alltaf slæmt að missa góða leikmenn Landsliðsþjálfarinn var að vonum svekktur eftir að í ljós kom að Emil Hallfreðsson getur ekki tekið þátt í leik liðsins gegn Hollandi á fimmtudaginn. 31. ágúst 2015 19:45
Emil ekki með gegn Hollandi | Ólafur Ingi kemur inn í hópinn Emil Hallfreðsson missir af landsleik Íslands og Hollands í Amsterdam í undankeppni EM 2016 á fimmtudaginn vegna meiðsla. 31. ágúst 2015 17:01
„Verðum að notfæra okkur að pressan er á þá“ Birkir Bjarnason, hárprúði kantmaður landsliðsins, segir að á góðum degi geti okkar menn lagt hvaða þjóð sem er að velli. Pressan sé á Hollendingum fyrir leikinn á fimmtudag í A-riðli undankeppni EM 2016. 31. ágúst 2015 19:06
Landsliðið græddi á klúbbsreglunni í Cardiff City Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í fótbolta, segist vera mjög bjartsýnn að geta spilað á móti Hollandi á fimmtudaginn kemur. Aron Einar æfði með íslenska liðinu í dag og góð hvíld frá helginni kom þar sterk inn. 31. ágúst 2015 18:08