Umfjöllun, einkunnir og viðtöl: ÍBV - KR 1-1 | KR-ingar töpuðu stigum í Eyjum | Sjáðu mörkin Kristinn Páll Teitsson á Hásteinsvelli skrifar 21. ágúst 2015 00:01 Vísir/Vilhelm ÍBV og KR gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik sextándu umferðar Pepsi-deildar karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Leiknum var frestað um sólarhring í gær eftir að flugvél KR gat ekki lent vegna þoku í Vestmannaeyjum. Tóku leikmenn KR enga sénsa í dag en liðið flaug til Eyja fjórum tímum fyrir leik í dag. KR-ingar sem sigruðu bikarleik liðanna fyrir þremur vikum örugglega 4-1 hófu leik dagsins líkt og í bikarleiknum á að sækja á bakverði ÍBV en tókst ekki að skapa sér marktækifæri fyrir utan frábært langskot frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir því sem leið á hálfleikinn tókst ÍBV betur að stjórna leiknum þrátt fyrir að leika gegn vindi en liðunum gekk illa að skapa sér góð færi. Kom því fyrsta mark leiksins upp úr þurru fjórum mínútum fyrir hálfleik þegar Jose Enrique, Sito, skoraði af stuttu færi. Barst boltinn á Sito í teignum eftir slaka hreinsun Gunnars Þórs Gunnarssonar og lék spænski framherjinn á Grétar Sigfinn Sigurðarsson og renndi boltanum framhjá Stefáni Loga Magnússyni í marki KR. Í seinni hálfleik var hart barist og komst fyrir vikið aldrei gott flæði í sóknir liðanna. Voru alls sjö gul spjöld sýnd í seinni hálfleik sem einkenndist af aukaspyrnum og gulum spjöldum. Þrátt fyrir að KR-ingar hefðu reynt að færa sig framar á völlinn með sóknarsinnuðum skiptingum var fátt sem benti til þess að KR myndi jafna þegar jöfnunark leiksins kom. Eftir klafs í vítateig Eyjamanna fékk Hólmbert Aron Friðjónsson boltann við endalínuna og renndi boltanum fyrir markið. Þar reyndi Pálmi Rafn Pálmason skot af stuttu færi en skot hans datt fyrir fætur Gunnars Þórs sem bætti upp fyrir mistök sín í marki Eyjamanna með jöfnunarmarkinu. Þrátt fyrir að bæði lið hefðu þurft á þremur stigum tókst liðunum ekki að skapa sér markverð tækifæri eftir jöfnunarmark Gunnars. Voru heimamenn í ÍBV líklegri til þess að bæta við marki undir lok leiksins en þeir vildu fá vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok þegar boltinn virtist fara í hönd Skúla Jóns Friðgeirssonar en Pétur var ekki á þeim buxunum. Lauk leiknum því með 1-1 jafntefli og misstu KR-ingar af dýrmætum tveimur stigum í toppbaráttunni. Eru KR-ingar fimm stigum á eftir Hafnarfjarðarliðinu þegar fimm umferðir eru eftir. ÍBV skaust upp fyrir Leikni með stiginu en ÍBV situr í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með fimmtán stig, einu stigi fyrir ofan Leikni í 11. sæti. Bjarni: Súrt að taka aðeins eitt stig„Við komum hingað til þess að taka þrjú stig svo þetta er mjög súrt,“ sagði svekktur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Leikur liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki nægilega góður. Við þurfum að láta boltann ganga betur eins og við gerðum í markinu.“ Bjarni vildi sjá boltann ganga betur hjá leikmönnum sínum. „Það er ekkert nýtt að lið liggi í vörn gegn okkur en um leið og boltinn komst á hreyfingu sköpuðum við okkur færi. Við gerðum bara of lítið af því í dag og þá lendum við í basli.“ Næsti leikur liðsins er gegn Keflavík á þriðjudaginn en honum var frestað um einn dag. „Það er sama hvíld og við áttum að fá en við erum vanir því að spila eftir þéttri dagskrá, það hentar okkur oft betur. Þetta verður annar erfiður leikur og við þurfum að rífa okkur í gang.“ Bjarni sagði að spjaldafjöldinn hefði ekki komið sér á óvart en alls komu sjö gul spjöld í seinni hálfleik. „Það er alltaf barist fram að lokaflautinu hér í Vestmannaeyjum. Barátta er eitt af einkennismerkjum liðsins en mér fannst við ekkert verða undir í henni í dag.“ Ásmundur: Seinni hálfleikur fór út í vitleysu„Það er auðvitað fínt að vera kominn upp úr fallsætinu en ég vildi fá þrjú stig í dag,“ sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari ÍBV, brattur eftir leikinn. „Ég er ánægður með strákana. Vinnusemin var til fyrirmyndar og þeir héldu skipulagi en seinni hálfleikur fór eiginlega út í vitleysu að mínu mati. Leikmennirnir fóru að einbeita sér að dómaranum full mikið og markið þeirra kemur upp úr því.“ Ásmundur hrósaði dómara leiksins sem þurfti að dæma afar erfiðan leik í dag. „Ég gef Pétri það að mér fannst hann leysa þetta vel miðað við hvað þetta var erfiður leikur. Það var mikil spenna í báðum liðum enda mikið undir.“ „Eina sem ég skyldi ekki var að mér var sagt að þjálfarateymi KR rætt töluvert við dómarana í hálfleik og hann dæmdi töluvert af aukaspyrnum á okkur í upphafi seinni hálfleiks.“ Miklar framfarir hafa verið á leik liðsins undanfarna þrjá leiki og var Ásmundur ánægður með það. „Það er komið miklu betra form á liðið og vonandi getum við haldið áfram að bæta okkur. Það er mikil barátta framundan og við þurfum fleiri stig.“ Gunnar: Áttum skilið þrjú stig„Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá finnst mér við eiga skilið stigin þrjú. Við héldum vel aftur af þeim og þeim gekk illa að skapa sér færi,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir leikinn. „Í seinni hálfleik var þetta algjört miðjumoð og við náðum að loka vel á þá en því miður náðu þeir að jafna. Við vorum þéttir til baka og spiluðum vel sem lið og við getum tekið það í næsta leik.“ Gunnar var ánægður með framfarirnar í leik liðsins undanfarnar vikur. „Nú er búið að fá ró á klúbbinn. Ási kom inn og kom ró aftur á okkur alla og núna getum við einbeitt okkur betur að fótboltanum.“ „Það eru mikil batamerki á leik liðsins frá bikarleiknum og leiknum gegn Stjörnunni. Þetta var framhald á góðri frammistöðu gegn Leikni og vonandi getum við nælt í þrjú stig í næstu umferð.“ Jose Sito Enrique hefur verið sannkallaður happdrættisvinningur fyrir félagið en hann hefur skorað í fjórum leikjum hingað til og hefur ÍBV ekki tapað í neinum af þeim. „Það er frábært að hann hafi skorað aftur. Þetta er góður fótboltamaður og hann sýndi okkur það í dag gegn jafn sterku liði og KR.“ Pálmi: Svekktir að ná ekki öðru marki„Við erum mjög svekktir, við vorum lélegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var mun betri og við náðum ekki bara þessu öðru marki,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, svekktur eftir leikinn. „Þeir lágu til baka og við náðum ekki að finna leiðir til þess að skapa færi í fyrri hálfleik fyrir utan skotið hjá Óskari. Í seinni hálfleik náðum við að skapa betri færi en við bara náðum ekki markinu sem við þurftum.“ Pálmi sagði að leikurinn hefði verið erfiður fyrir dómara leiksins en alls komu sjö gul spjöld í seinni hálfleik. „Mér fannst þeir ráða illa við þetta þótt það kæmi ekki niður á öðru hvoru liðinu. Þetta var baráttuleikur sem bæði lið vildu fá stigin og þeir voru örlítið óheppnir að fá þennan leik.“Sito kemur ÍBV í 1-0 Samstuðið hjá Rasmus Gunnar Þór jafnar í 1-1 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
ÍBV og KR gerðu 1-1 jafntefli í lokaleik sextándu umferðar Pepsi-deildar karla á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum í kvöld. Leiknum var frestað um sólarhring í gær eftir að flugvél KR gat ekki lent vegna þoku í Vestmannaeyjum. Tóku leikmenn KR enga sénsa í dag en liðið flaug til Eyja fjórum tímum fyrir leik í dag. KR-ingar sem sigruðu bikarleik liðanna fyrir þremur vikum örugglega 4-1 hófu leik dagsins líkt og í bikarleiknum á að sækja á bakverði ÍBV en tókst ekki að skapa sér marktækifæri fyrir utan frábært langskot frá Óskari Erni Haukssyni. Eftir því sem leið á hálfleikinn tókst ÍBV betur að stjórna leiknum þrátt fyrir að leika gegn vindi en liðunum gekk illa að skapa sér góð færi. Kom því fyrsta mark leiksins upp úr þurru fjórum mínútum fyrir hálfleik þegar Jose Enrique, Sito, skoraði af stuttu færi. Barst boltinn á Sito í teignum eftir slaka hreinsun Gunnars Þórs Gunnarssonar og lék spænski framherjinn á Grétar Sigfinn Sigurðarsson og renndi boltanum framhjá Stefáni Loga Magnússyni í marki KR. Í seinni hálfleik var hart barist og komst fyrir vikið aldrei gott flæði í sóknir liðanna. Voru alls sjö gul spjöld sýnd í seinni hálfleik sem einkenndist af aukaspyrnum og gulum spjöldum. Þrátt fyrir að KR-ingar hefðu reynt að færa sig framar á völlinn með sóknarsinnuðum skiptingum var fátt sem benti til þess að KR myndi jafna þegar jöfnunark leiksins kom. Eftir klafs í vítateig Eyjamanna fékk Hólmbert Aron Friðjónsson boltann við endalínuna og renndi boltanum fyrir markið. Þar reyndi Pálmi Rafn Pálmason skot af stuttu færi en skot hans datt fyrir fætur Gunnars Þórs sem bætti upp fyrir mistök sín í marki Eyjamanna með jöfnunarmarkinu. Þrátt fyrir að bæði lið hefðu þurft á þremur stigum tókst liðunum ekki að skapa sér markverð tækifæri eftir jöfnunarmark Gunnars. Voru heimamenn í ÍBV líklegri til þess að bæta við marki undir lok leiksins en þeir vildu fá vítaspyrnu tíu mínútum fyrir leikslok þegar boltinn virtist fara í hönd Skúla Jóns Friðgeirssonar en Pétur var ekki á þeim buxunum. Lauk leiknum því með 1-1 jafntefli og misstu KR-ingar af dýrmætum tveimur stigum í toppbaráttunni. Eru KR-ingar fimm stigum á eftir Hafnarfjarðarliðinu þegar fimm umferðir eru eftir. ÍBV skaust upp fyrir Leikni með stiginu en ÍBV situr í 10. sæti Pepsi-deildarinnar með fimmtán stig, einu stigi fyrir ofan Leikni í 11. sæti. Bjarni: Súrt að taka aðeins eitt stig„Við komum hingað til þess að taka þrjú stig svo þetta er mjög súrt,“ sagði svekktur Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, eftir leikinn. „Leikur liðsins, sérstaklega í fyrri hálfleik var ekki nægilega góður. Við þurfum að láta boltann ganga betur eins og við gerðum í markinu.“ Bjarni vildi sjá boltann ganga betur hjá leikmönnum sínum. „Það er ekkert nýtt að lið liggi í vörn gegn okkur en um leið og boltinn komst á hreyfingu sköpuðum við okkur færi. Við gerðum bara of lítið af því í dag og þá lendum við í basli.“ Næsti leikur liðsins er gegn Keflavík á þriðjudaginn en honum var frestað um einn dag. „Það er sama hvíld og við áttum að fá en við erum vanir því að spila eftir þéttri dagskrá, það hentar okkur oft betur. Þetta verður annar erfiður leikur og við þurfum að rífa okkur í gang.“ Bjarni sagði að spjaldafjöldinn hefði ekki komið sér á óvart en alls komu sjö gul spjöld í seinni hálfleik. „Það er alltaf barist fram að lokaflautinu hér í Vestmannaeyjum. Barátta er eitt af einkennismerkjum liðsins en mér fannst við ekkert verða undir í henni í dag.“ Ásmundur: Seinni hálfleikur fór út í vitleysu„Það er auðvitað fínt að vera kominn upp úr fallsætinu en ég vildi fá þrjú stig í dag,“ sagði Ásmundur Arnarson, þjálfari ÍBV, brattur eftir leikinn. „Ég er ánægður með strákana. Vinnusemin var til fyrirmyndar og þeir héldu skipulagi en seinni hálfleikur fór eiginlega út í vitleysu að mínu mati. Leikmennirnir fóru að einbeita sér að dómaranum full mikið og markið þeirra kemur upp úr því.“ Ásmundur hrósaði dómara leiksins sem þurfti að dæma afar erfiðan leik í dag. „Ég gef Pétri það að mér fannst hann leysa þetta vel miðað við hvað þetta var erfiður leikur. Það var mikil spenna í báðum liðum enda mikið undir.“ „Eina sem ég skyldi ekki var að mér var sagt að þjálfarateymi KR rætt töluvert við dómarana í hálfleik og hann dæmdi töluvert af aukaspyrnum á okkur í upphafi seinni hálfleiks.“ Miklar framfarir hafa verið á leik liðsins undanfarna þrjá leiki og var Ásmundur ánægður með það. „Það er komið miklu betra form á liðið og vonandi getum við haldið áfram að bæta okkur. Það er mikil barátta framundan og við þurfum fleiri stig.“ Gunnar: Áttum skilið þrjú stig„Miðað við hvernig leikurinn spilaðist þá finnst mér við eiga skilið stigin þrjú. Við héldum vel aftur af þeim og þeim gekk illa að skapa sér færi,“ sagði Gunnar Heiðar Þorvaldsson, framherji ÍBV, eftir leikinn. „Í seinni hálfleik var þetta algjört miðjumoð og við náðum að loka vel á þá en því miður náðu þeir að jafna. Við vorum þéttir til baka og spiluðum vel sem lið og við getum tekið það í næsta leik.“ Gunnar var ánægður með framfarirnar í leik liðsins undanfarnar vikur. „Nú er búið að fá ró á klúbbinn. Ási kom inn og kom ró aftur á okkur alla og núna getum við einbeitt okkur betur að fótboltanum.“ „Það eru mikil batamerki á leik liðsins frá bikarleiknum og leiknum gegn Stjörnunni. Þetta var framhald á góðri frammistöðu gegn Leikni og vonandi getum við nælt í þrjú stig í næstu umferð.“ Jose Sito Enrique hefur verið sannkallaður happdrættisvinningur fyrir félagið en hann hefur skorað í fjórum leikjum hingað til og hefur ÍBV ekki tapað í neinum af þeim. „Það er frábært að hann hafi skorað aftur. Þetta er góður fótboltamaður og hann sýndi okkur það í dag gegn jafn sterku liði og KR.“ Pálmi: Svekktir að ná ekki öðru marki„Við erum mjög svekktir, við vorum lélegir í fyrri hálfleik en seinni hálfleikur var mun betri og við náðum ekki bara þessu öðru marki,“ sagði Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði KR, svekktur eftir leikinn. „Þeir lágu til baka og við náðum ekki að finna leiðir til þess að skapa færi í fyrri hálfleik fyrir utan skotið hjá Óskari. Í seinni hálfleik náðum við að skapa betri færi en við bara náðum ekki markinu sem við þurftum.“ Pálmi sagði að leikurinn hefði verið erfiður fyrir dómara leiksins en alls komu sjö gul spjöld í seinni hálfleik. „Mér fannst þeir ráða illa við þetta þótt það kæmi ekki niður á öðru hvoru liðinu. Þetta var baráttuleikur sem bæði lið vildu fá stigin og þeir voru örlítið óheppnir að fá þennan leik.“Sito kemur ÍBV í 1-0 Samstuðið hjá Rasmus Gunnar Þór jafnar í 1-1
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira