Forval í kjöri á bíl ársins ljóst Finnur Thorlacius skrifar 20. ágúst 2015 14:10 Peugeot 308 var valinn bíll ársins á Íslandi í fyrra. Kjör á bíl ársins verður kunngert í næsta mánuði en nú er ljóst hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í hverjum þeirra fimm flokka sem bílarnir eru flokkaðir í. Flokkarnir eru minni fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og umhverfisvænir bílar. Það eru blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem standa að valinu sem fyrr. Alls voru 31 bíll í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. Í flokki smærri fólksbíla eru komnir í úrslit bílarnir Citroën C4 Cactus, Mazda 2 og Skoda Fabia. Í flokki stærri fólksbíla er það Ford Mondeo, Skoda Superb og Volkswagen Passat. Í flokki jepplingar komust í úrslit bílarnir Mazda CX-3, Nissan X-Trail og Renault Kadjar. Í jeppaflokki eru í úrslitum Audi Q7, Land Rover Discovery Sport og Volvo XC-90. Í flokki umhverfisvænna bíla eru síðan Tesla Model S, Volkswagen E-Golf og Volkswagen Golf GTE. Lokaprófun á þessum bílum sem komnir eru í úrslit fer fram í byrjun næsta mánaðar og bíll ársins verður svo krýndur fljótlega í kjölfarið. Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent
Kjör á bíl ársins verður kunngert í næsta mánuði en nú er ljóst hvaða þrír bílar eru komnir í úrslit í hverjum þeirra fimm flokka sem bílarnir eru flokkaðir í. Flokkarnir eru minni fólksbílar, stærri fólksbílar, jepplingar, jeppar og umhverfisvænir bílar. Það eru blaðamenn í Bandalagi íslenskra bílablaðamanna (BÍBB) sem standa að valinu sem fyrr. Alls voru 31 bíll í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. Í flokki smærri fólksbíla eru komnir í úrslit bílarnir Citroën C4 Cactus, Mazda 2 og Skoda Fabia. Í flokki stærri fólksbíla er það Ford Mondeo, Skoda Superb og Volkswagen Passat. Í flokki jepplingar komust í úrslit bílarnir Mazda CX-3, Nissan X-Trail og Renault Kadjar. Í jeppaflokki eru í úrslitum Audi Q7, Land Rover Discovery Sport og Volvo XC-90. Í flokki umhverfisvænna bíla eru síðan Tesla Model S, Volkswagen E-Golf og Volkswagen Golf GTE. Lokaprófun á þessum bílum sem komnir eru í úrslit fer fram í byrjun næsta mánaðar og bíll ársins verður svo krýndur fljótlega í kjölfarið.
Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent