Þrjár vikur í Alþingi: Í startholunum með stóru málin Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. ágúst 2015 10:15 Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við árið 2013 og hefur því setið í tvö þing og á nú tvö eftir. Vísir/Vilhelm Alþingi verður sett 9. september og þá má segja að síðari hálfleikur kjörtímabilsins sé formlega hafinn. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við árið 2013 og hefur því setið í tvö þing og á nú tvö eftir. Fréttablaðið ákvað að slá á þráðinn til formanna þingflokkanna og bað þá að nefna þau þrjú mál sem þeir legðu helst áherslu á í vetur. Hvorki náðist í formann né varaformann Framsóknarflokksins og því varð Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar fyrir svörum.Ólíkar áherslur? Vigdís leggur mikla áherslu á fjármálin og að ná að reka ríkissjóð með afgangi. Þá hugar hún líka að tekjuhliðinni, en hún segir að setja þurfi lög um gjaldtöku á erlenda ferðamenn fyrir áramót. Samstarfskona hennar úr stjórnarliðinu, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, leggur hins vegar áherslu á að setja verði meiri fjármuni í heilbrigðis- og menntakerfið. Ljóst er að þar er enginn hörgull á tækifærum til að bæta við fjármunum og því er spurning hvernig þessar ólíku áherslur þingmanna stjórnarliðsins fara saman, nema það finnist leið til að auka tekjurnar töluvert. Báðar eru þær Ragnheiður og Vigdís þó sammála um að fjárlögin séu stóra málið. Ragnheiður nefnir líka umhverfismálin, líkt og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Það er þó ekki á vísan að róa með það að þær séu sammála um hvaða áherslur eigi að leggja í þeim efnum.Tækifærið nýtt? Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa mælst illa í skoðanakönnunum, fyrir utan Pírata sem fara með himinskautum. Þeir verða því að spýta í lófana, ætli þeir að höfða til kjósenda, það eru tæplega tvö ár í næstu kosningar. Vinstri græn leggja áherslu á leikskólamál og friðlýsingu hálendisins, auk þess sem flokkurinn vill að auðlegðarskattur verði nýttu til að reisa Landspítala. Björt framtíð vill að allar veiðiheimildir fari á uppboð, Ísland móti sér stefnu í gjaldmiðilsmálum og að réttarstaða uppljóstrarar verði tryggð. Samfylkingin mun leggja áherslu á stjórnarskrána, velferðar- og kjaramál og Píratar vilja breytta fíkniefnalöggjöf og höfundaréttarlöggjöf, auk þess sem réttindi borgaranna verði betur tryggð. Af þessari samantekt má sjá að nóg verður um að deila á þingi í vetur og ekki endilega víst að samstaðan verði þar meiri en á síðasta þingi.Um helmings árangurEitt er að leggja fram frumvörp og annað að þau verði að lögum. Á síðasta þingi voru lögð fram 207 frumvörp og alls urðu 105 að lögum, rétt rúmlega helmingur. Staðan var enn verri þegar kom að þingsályktunartillögum af 115 voru 22 samþykktar en 93 óútræddar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að ekki náist að afgreiða öll, en það setur vissulega strik í reikning ríkisstjórnarinnar ef hún nær málum sínum ekki í gegn. Af 123 stjórnarfrumvörpum á síðasta þingi voru 90 samþykkt, 33 biðu umræðu eða sátu í nefnd. Þá voru 365 skriflegar fyrirspurnir lagar fram og 319 þeirra svarað, 37 biðu svars er þingi var frestað en níu voru felldar niður vegna ráðherraskipta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagði á það ríka áherslu á síðasta þingi að mál kæmu fyrr inn í þingið. Þar brýndi hann ekki síst ráðherra en nokkuð bar á því að mál kæmu seint inn. Hver raunin verður á þessu þingi verður tíminn að leiða í ljós, en forseti mun áfram leggja áherslu á að starfsáætlun þingsins haldist.Helgi Hrafn GunnarssonPíratar - Helgi Hrafn GunnarssonLýðræðismál og efling borgararéttindaÞað sem mér þykir augljósast að þurfi meiri umræðu eru lýðræðisumbætur og efling borgararéttinda. Ég segi allavega fyrir sjálfan mig að í ljósi þess sem gerðist á Extreme Chill, til dæmis, sé ljóst að mál eins og sjálfstætt eftirlit með lögreglu fái ekki að liggja óhreyfð. Við komum til með að leggja það aftur fram.Höfundarréttarmál Það verður væntanlega aftur lagt fram af menntamálaráðherra. Við höfðum því miður ekki nægilegan tíma til að leggja fram almennilegt nefndarálit með því. Svo legg ég náttúrulega líka fram þingsályktunartillögu um að þjóðaratkvæðagreiðslan frá 20. október 2012 verði virt, sem varðar um stjórnarskrána.Fíkniefnastefna Það mál mun aftur koma til umræðu. Flokkurinn byggir að mörgu leyti á þessum tveimur málum; endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar og ný hugsun í höfundarréttarmálum. Róbert MarhsallVísirBjört Framtíð - Róbert MarshallUppboðsleið Við viljum að veiðiheimildir á nýjum tegundum fari beint á uppboð. Við viljum að makríll fari yfir í uppboðskerfi á sex árum og svo viljum við að næsta skref á eftir því sé að uppsjávarafli fari yfir í uppboðskerfi á aðeins lengra tímabili. Svo verði unnið að því að koma restinni inn í uppboðskerfi líka og allt verði þar á endanum.Gjaldmiðilsmál Við viljum að Ísland móti sér stefnu í gjaldmiðilsmálum. Við höfum flutt þetta áður og í rauninni að það sé mótuð stefna, tekin ákvörðun.Vernd uppljóstrara Ég hef nokkrum sinnum flutt heildarlög um réttarstöðu uppljóstrara. Málið snýst um réttarstöðu þeirra sem hafa upplýst um misgjörðir innan stofnana og fyrirtækja, að þeir geti fengið réttarstöðu sem uppljóstrarar, njóti verndar.Ragnheiður RíkharðsdóttirSjálfstæðisflokkurinn - Ragnheiður RíkharðsdóttirFjárlögin Það hvernig þau skiptast og eru áherslur þá væntanlega og vonandi í velferðarmálum og menntamálum. […] Fyrst og síðast vil ég sjá okkur veita aukið fé til þessara tveggja máttarstoða, því það skiptir máli fyrir framtíðina. Það þarf að horfa til framtíðar samhliða því sem við veitum aukið fjármagn, ekki bara að viðhalda einhverju sem er, heldur horfa til lengri tíma um hvert við viljum stefna og hvar við viljum sjá okkur eftir fimm eða tíu ár.Náttúruverndarlög Þeim var frestað enn einn ganginn. Þingið verður bara að hafa kjark til að ljúka þeim með einhverjum hætti. Þetta er það sem ég held að verði stærstu málin í vetur.Rammaáætlun Um hana var samið þegar Hvammsvirkjun var ein og sér tekin út í vor. Það er eitt af stóru málunum sem verða til umræðu á þingi.Vigdís Hauksdóttir.Framsóknarflokkurinn - Vigdís HauksdóttirFjárlögin Fjárlögin eru það mikilvægasta. Við leggjum áherslu á að ná fram stefnu ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi.Lög um opinber fjármál Ég legg áherslu á að þingið beri gæfu til að setja lög um opinber fjármál fyrir áramót. Það er afar brýnt að það verði að lögum fyrir áramót til að hægt sé að ná enn frekari tökum á rekstri ríkisins.Gjaldtaka á ferðamenn Ég vil að það verði tekin ákvörðun fyrir áramót um það hvernig við högum gjaldtöku á erlenda ferðamenn til uppbyggingar ferðamannastaða. Ég er opin fyrir öllum hugmyndum og er í raun sama hvaða hugmynd verður efst á blaði, það þarf bara að vera þannig löggjöf að hún nái takmarki sínu og það verði lagt á einhvers konar gjald til að við getum farið að byggja upp ferðamannastaði af krafti og verndað íslenska náttúru.Helgi Hjörvar.Vísir/ValliSamfylkingin - Helgi HjörvarStjórnarskrá Við munum í fyrsta lagi leggja áherslu á stjórnarskrármálið, það mun reyna á í haust hvort saman næst um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðareign á auðlindum og fleira.Velferðarmál Í öðru lagi velferðarmálin, einkum húsnæðismálin og möguleikar ungs fólks til að koma sér upp þaki yfir höfuðið og heilbrigðisþjónustan, aðbúnaður hennar, kostnaðarþátttaka sjúklinga og fleira.Kjaramál Í þriðja lagi kjaramálin, einkum kjör aldraðra og öryrkja, leigjenda og starfsstétta sem setið hafa eftir við aðgerðir og kjarabætur á undanförnum misserum.Svandís Svavarsdóttir, alþingismaðurVinstri grænir - Svandís SvavarsdóttirLeikskólarÞað sem við munum í fyrsta lagi fylgja eftir eru mál sem koma til af skýrslu um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Það er lenging fæðingarorlofsins og sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga til þess að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs.Auðlegðarskattur og LandspítaliÞetta er mál frá síðasta þingi sem þrír þingmenn Vg voru á. Með þeim hætti að viðhalda auðlegðarskattinum höfum við sýnt fram á að það er unnt að fjármagna byggingu nýs Landspítala, sem verður ekki beðið lengur með. Það snýst ekki bara um heilbrigðiskerfið, heldur hvort Ísland er vænlegur kostur fyrir ungt fólk og menntað fólk næstu áratugina.Friðlýsing miðhálendisinsMér finnst líkur á að við verðum með mál sem snýst um friðlýsingu miðhálendisins. Við vorum með tillögu á síðasta þingi um Hofsjökulsþjóðgarð og við erum að tala um einn stóran þjóðgarð á miðhálendinu. Við sjáum að það er að aukast verulega stuðningur við það í samfélaginu öllu og teljum eðlilegt að það fái umræðu á þinginu, þar sem við væntum að það sé meiri stuðningur við það en var fyrir fárum árum. Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Alþingi verður sett 9. september og þá má segja að síðari hálfleikur kjörtímabilsins sé formlega hafinn. Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við árið 2013 og hefur því setið í tvö þing og á nú tvö eftir. Fréttablaðið ákvað að slá á þráðinn til formanna þingflokkanna og bað þá að nefna þau þrjú mál sem þeir legðu helst áherslu á í vetur. Hvorki náðist í formann né varaformann Framsóknarflokksins og því varð Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar fyrir svörum.Ólíkar áherslur? Vigdís leggur mikla áherslu á fjármálin og að ná að reka ríkissjóð með afgangi. Þá hugar hún líka að tekjuhliðinni, en hún segir að setja þurfi lög um gjaldtöku á erlenda ferðamenn fyrir áramót. Samstarfskona hennar úr stjórnarliðinu, Ragnheiður Ríkharðsdóttir, leggur hins vegar áherslu á að setja verði meiri fjármuni í heilbrigðis- og menntakerfið. Ljóst er að þar er enginn hörgull á tækifærum til að bæta við fjármunum og því er spurning hvernig þessar ólíku áherslur þingmanna stjórnarliðsins fara saman, nema það finnist leið til að auka tekjurnar töluvert. Báðar eru þær Ragnheiður og Vigdís þó sammála um að fjárlögin séu stóra málið. Ragnheiður nefnir líka umhverfismálin, líkt og Svandís Svavarsdóttir hjá Vinstri grænum. Það er þó ekki á vísan að róa með það að þær séu sammála um hvaða áherslur eigi að leggja í þeim efnum.Tækifærið nýtt? Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa mælst illa í skoðanakönnunum, fyrir utan Pírata sem fara með himinskautum. Þeir verða því að spýta í lófana, ætli þeir að höfða til kjósenda, það eru tæplega tvö ár í næstu kosningar. Vinstri græn leggja áherslu á leikskólamál og friðlýsingu hálendisins, auk þess sem flokkurinn vill að auðlegðarskattur verði nýttu til að reisa Landspítala. Björt framtíð vill að allar veiðiheimildir fari á uppboð, Ísland móti sér stefnu í gjaldmiðilsmálum og að réttarstaða uppljóstrarar verði tryggð. Samfylkingin mun leggja áherslu á stjórnarskrána, velferðar- og kjaramál og Píratar vilja breytta fíkniefnalöggjöf og höfundaréttarlöggjöf, auk þess sem réttindi borgaranna verði betur tryggð. Af þessari samantekt má sjá að nóg verður um að deila á þingi í vetur og ekki endilega víst að samstaðan verði þar meiri en á síðasta þingi.Um helmings árangurEitt er að leggja fram frumvörp og annað að þau verði að lögum. Á síðasta þingi voru lögð fram 207 frumvörp og alls urðu 105 að lögum, rétt rúmlega helmingur. Staðan var enn verri þegar kom að þingsályktunartillögum af 115 voru 22 samþykktar en 93 óútræddar. Það er í sjálfu sér ekkert óeðlilegt að ekki náist að afgreiða öll, en það setur vissulega strik í reikning ríkisstjórnarinnar ef hún nær málum sínum ekki í gegn. Af 123 stjórnarfrumvörpum á síðasta þingi voru 90 samþykkt, 33 biðu umræðu eða sátu í nefnd. Þá voru 365 skriflegar fyrirspurnir lagar fram og 319 þeirra svarað, 37 biðu svars er þingi var frestað en níu voru felldar niður vegna ráðherraskipta. Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, lagði á það ríka áherslu á síðasta þingi að mál kæmu fyrr inn í þingið. Þar brýndi hann ekki síst ráðherra en nokkuð bar á því að mál kæmu seint inn. Hver raunin verður á þessu þingi verður tíminn að leiða í ljós, en forseti mun áfram leggja áherslu á að starfsáætlun þingsins haldist.Helgi Hrafn GunnarssonPíratar - Helgi Hrafn GunnarssonLýðræðismál og efling borgararéttindaÞað sem mér þykir augljósast að þurfi meiri umræðu eru lýðræðisumbætur og efling borgararéttinda. Ég segi allavega fyrir sjálfan mig að í ljósi þess sem gerðist á Extreme Chill, til dæmis, sé ljóst að mál eins og sjálfstætt eftirlit með lögreglu fái ekki að liggja óhreyfð. Við komum til með að leggja það aftur fram.Höfundarréttarmál Það verður væntanlega aftur lagt fram af menntamálaráðherra. Við höfðum því miður ekki nægilegan tíma til að leggja fram almennilegt nefndarálit með því. Svo legg ég náttúrulega líka fram þingsályktunartillögu um að þjóðaratkvæðagreiðslan frá 20. október 2012 verði virt, sem varðar um stjórnarskrána.Fíkniefnastefna Það mál mun aftur koma til umræðu. Flokkurinn byggir að mörgu leyti á þessum tveimur málum; endurskoðun fíkniefnalöggjafarinnar og ný hugsun í höfundarréttarmálum. Róbert MarhsallVísirBjört Framtíð - Róbert MarshallUppboðsleið Við viljum að veiðiheimildir á nýjum tegundum fari beint á uppboð. Við viljum að makríll fari yfir í uppboðskerfi á sex árum og svo viljum við að næsta skref á eftir því sé að uppsjávarafli fari yfir í uppboðskerfi á aðeins lengra tímabili. Svo verði unnið að því að koma restinni inn í uppboðskerfi líka og allt verði þar á endanum.Gjaldmiðilsmál Við viljum að Ísland móti sér stefnu í gjaldmiðilsmálum. Við höfum flutt þetta áður og í rauninni að það sé mótuð stefna, tekin ákvörðun.Vernd uppljóstrara Ég hef nokkrum sinnum flutt heildarlög um réttarstöðu uppljóstrara. Málið snýst um réttarstöðu þeirra sem hafa upplýst um misgjörðir innan stofnana og fyrirtækja, að þeir geti fengið réttarstöðu sem uppljóstrarar, njóti verndar.Ragnheiður RíkharðsdóttirSjálfstæðisflokkurinn - Ragnheiður RíkharðsdóttirFjárlögin Það hvernig þau skiptast og eru áherslur þá væntanlega og vonandi í velferðarmálum og menntamálum. […] Fyrst og síðast vil ég sjá okkur veita aukið fé til þessara tveggja máttarstoða, því það skiptir máli fyrir framtíðina. Það þarf að horfa til framtíðar samhliða því sem við veitum aukið fjármagn, ekki bara að viðhalda einhverju sem er, heldur horfa til lengri tíma um hvert við viljum stefna og hvar við viljum sjá okkur eftir fimm eða tíu ár.Náttúruverndarlög Þeim var frestað enn einn ganginn. Þingið verður bara að hafa kjark til að ljúka þeim með einhverjum hætti. Þetta er það sem ég held að verði stærstu málin í vetur.Rammaáætlun Um hana var samið þegar Hvammsvirkjun var ein og sér tekin út í vor. Það er eitt af stóru málunum sem verða til umræðu á þingi.Vigdís Hauksdóttir.Framsóknarflokkurinn - Vigdís HauksdóttirFjárlögin Fjárlögin eru það mikilvægasta. Við leggjum áherslu á að ná fram stefnu ríkisstjórnarinnar um að skila ríkissjóði með ríflegum afgangi.Lög um opinber fjármál Ég legg áherslu á að þingið beri gæfu til að setja lög um opinber fjármál fyrir áramót. Það er afar brýnt að það verði að lögum fyrir áramót til að hægt sé að ná enn frekari tökum á rekstri ríkisins.Gjaldtaka á ferðamenn Ég vil að það verði tekin ákvörðun fyrir áramót um það hvernig við högum gjaldtöku á erlenda ferðamenn til uppbyggingar ferðamannastaða. Ég er opin fyrir öllum hugmyndum og er í raun sama hvaða hugmynd verður efst á blaði, það þarf bara að vera þannig löggjöf að hún nái takmarki sínu og það verði lagt á einhvers konar gjald til að við getum farið að byggja upp ferðamannastaði af krafti og verndað íslenska náttúru.Helgi Hjörvar.Vísir/ValliSamfylkingin - Helgi HjörvarStjórnarskrá Við munum í fyrsta lagi leggja áherslu á stjórnarskrármálið, það mun reyna á í haust hvort saman næst um rétt til þjóðaratkvæðagreiðslu, þjóðareign á auðlindum og fleira.Velferðarmál Í öðru lagi velferðarmálin, einkum húsnæðismálin og möguleikar ungs fólks til að koma sér upp þaki yfir höfuðið og heilbrigðisþjónustan, aðbúnaður hennar, kostnaðarþátttaka sjúklinga og fleira.Kjaramál Í þriðja lagi kjaramálin, einkum kjör aldraðra og öryrkja, leigjenda og starfsstétta sem setið hafa eftir við aðgerðir og kjarabætur á undanförnum misserum.Svandís Svavarsdóttir, alþingismaðurVinstri grænir - Svandís SvavarsdóttirLeikskólarÞað sem við munum í fyrsta lagi fylgja eftir eru mál sem koma til af skýrslu um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Það er lenging fæðingarorlofsins og sameiginlegt verkefni ríkis og sveitarfélaga til þess að brúa bilið milli leikskóla og fæðingarorlofs.Auðlegðarskattur og LandspítaliÞetta er mál frá síðasta þingi sem þrír þingmenn Vg voru á. Með þeim hætti að viðhalda auðlegðarskattinum höfum við sýnt fram á að það er unnt að fjármagna byggingu nýs Landspítala, sem verður ekki beðið lengur með. Það snýst ekki bara um heilbrigðiskerfið, heldur hvort Ísland er vænlegur kostur fyrir ungt fólk og menntað fólk næstu áratugina.Friðlýsing miðhálendisinsMér finnst líkur á að við verðum með mál sem snýst um friðlýsingu miðhálendisins. Við vorum með tillögu á síðasta þingi um Hofsjökulsþjóðgarð og við erum að tala um einn stóran þjóðgarð á miðhálendinu. Við sjáum að það er að aukast verulega stuðningur við það í samfélaginu öllu og teljum eðlilegt að það fái umræðu á þinginu, þar sem við væntum að það sé meiri stuðningur við það en var fyrir fárum árum.
Alþingi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira