Davis Love sigraði óvænt á Wyndham - Tiger klúðraði lokahringnum 23. ágúst 2015 23:38 Love með verðlaunagripinn. Getty Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum. Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Bandaríski reynsluboltinn, Davis Love, sigraði á Wyndham meistaramótinu sem kláraðist nú í kvöld en þetta er í þriðja sinn á ferlinum sem hannn sigrar á mótinu. Fyrir hringinn var Love fjórum höggum á eftir efsta manni en hann lék á 64 höggum eða sex undir pari og endaði á 17 höggum undir pari samtals.Jason Gore sem var með forystuna fyrir lokahringinn þurfti að sætta sig við annað sætið á 16 undir en hann lék fjórða hring á aðeins einu höggi undir pari. Augu allra voru á Tiger Woods fyrir lokahringinn en hann var í öðru sæti, tveimur á eftir efsta manni. Til þess að lengja keppnistímabilið sitt þurfti Tiger helst á sigri að halda í kvöld en eftir rólega byrjun á fyrri níu holunum og hræðilegan þrefaldan skolla á 11. holu voru möguleikar hans úr sögunni. Tiger verður því ekki með á Barclays mótinu um næstu helgi sem er það fyrsta í úrslitakeppni PGA-mótaraðarinnar en hann getur þó verið sáttur með frammistöðuna um helgina sem lofar góðu fyrir næsta tímabil sem hefst formlega í október. Fyrir sigurinn fékk Davis Love rúmlega 120 milljónir króna í verðlaunafé en þetta er 21. sigur þessa farsæla kylfings á PGA-mótaröðinni á ferlinum.
Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Sport Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Sport Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Fleiri fréttir Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira