Bretar kaupa 2.000 Mustang bíla Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 12:46 Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Í fyrsta skipti í 50 ára sögu Ford Mustang bílsins er hann einnig framleiddur með stýrið hægra megin og það ætla Bretar sannarlega að nýta sér. Frá því Ford hóf að taka niður pantanir í bílinn í janúar hafa einir 2.000 íbúar í Bretlandi pantað eintak af honum. Ný kynslóð Ford Mustang var kynnt í fyrra, sú sjötta í röðinni, og Bretar virðast afar ginkeyptir fyrir bílnum, en kannski er það aðallega sveltið á honum gegnum árin með stýrið hægra megin sem skýrir vinsældirnar. Bíllinn kostar frá 29.995 pundum í Bretlandi, eða 6 milljónir króna. Sú gerð hans er með 2,3 lítra og 317 hestafla EcoBoost vélinni. Um 70% kaupenda hans í Bretlandi hafa þó valið 416 hestafla útfærslu hans með 5,0 lítra V8 vélinni, en hann kostar 33.995 pund. Ríflega helmingur kaupenda, eða 55%, velja bílinn með 6 gíra sjálfskiptingu og 45% kaupenda með 6 gíra beinskiptingu. Enn hefur þó enginn Breti fengið afhentan bíl sinn, en framleiðsla bílsins með stýrið hægra megin er þó hafin í Flatrock verksmiðjunni í Michigan.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent