Forveri strumpastrætóanna Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2015 14:09 Þessi fágæti bíll er einn af 9 sem smíðaðir voru af Scarab Motor Car Company á árunum 1934 til 1939, en aðeins 5 þeirra eru ennþá til. Segja má að þessi bíll sé forveri „Minivan“-bilanna, en hugsunin bak við smíði hans er sú sama, einkabíll sem tekur marga farþega og vel á að fara um þá. Eigandi Scarab var William Bushnell Stout og heitir bíllinn eftir honum, eða Scarab Stout. Bushnell var merkilegur verkfræðingur sem leiddi meðal annars Packard bílafyrirtækið, hannaði Ford Tri-Motor flugvélarnar og kom á fyrsta áætlunarflugi í Bandaríkjunum. Scarab Stout var sannarlega óvenjulegur bíll og langt á undan sinni samtíð. Hann var handsmíðaður og bæði grind og ytra birði bílsins var úr áli, eins og svo margir bílar eru í dag. Í honum voru niðurfellanleg borð og breyta mátti sætisskipan bílsins. Þessi bíll var langt frá því ódýr en hann kostaði 5.000 dollara á sínum tíma, sem svarar til 90.000 dollara í dag. Því voru kaupendur hans efnað fólk. Þetta tiltekna eintak bílsins var í eigu Wrigleys fjölskyldunnar sem efnaðist á sölu tyggigúmmís. Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent
Þessi fágæti bíll er einn af 9 sem smíðaðir voru af Scarab Motor Car Company á árunum 1934 til 1939, en aðeins 5 þeirra eru ennþá til. Segja má að þessi bíll sé forveri „Minivan“-bilanna, en hugsunin bak við smíði hans er sú sama, einkabíll sem tekur marga farþega og vel á að fara um þá. Eigandi Scarab var William Bushnell Stout og heitir bíllinn eftir honum, eða Scarab Stout. Bushnell var merkilegur verkfræðingur sem leiddi meðal annars Packard bílafyrirtækið, hannaði Ford Tri-Motor flugvélarnar og kom á fyrsta áætlunarflugi í Bandaríkjunum. Scarab Stout var sannarlega óvenjulegur bíll og langt á undan sinni samtíð. Hann var handsmíðaður og bæði grind og ytra birði bílsins var úr áli, eins og svo margir bílar eru í dag. Í honum voru niðurfellanleg borð og breyta mátti sætisskipan bílsins. Þessi bíll var langt frá því ódýr en hann kostaði 5.000 dollara á sínum tíma, sem svarar til 90.000 dollara í dag. Því voru kaupendur hans efnað fólk. Þetta tiltekna eintak bílsins var í eigu Wrigleys fjölskyldunnar sem efnaðist á sölu tyggigúmmís.
Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent