Bíó og sjónvarp

Star Wars myndin Rogue One tekin upp á Íslandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Mads Mikkelsen segir hlutverk sitt í Rogue One vera mikilvægt.
Mads Mikkelsen segir hlutverk sitt í Rogue One vera mikilvægt. Vísir/Getty
Danski leikarinn Mads Mikkelsen var nýlega ráðinn til að leika í Star Wars myndinni Rogue One. Hann segir að tökur muni fara fram hér á Íslandi og í Englandi. Rætt var við Mads á vef Ekstrabladet en eðli málsins samkvæmt, gat hann ekki rætt um myndina að miklu leyti.

Hins vegar sagði Mads að hlutverk sitt væri mjög mikilvægt. Þegar fregnir bárust af ráðningu hans gerðu flestir ráð fyrir því að hann myndi leika „vondan kall“ en hann segir að svo sé ekki.

Mynd af hluta leikara myndarinnar í búningumVísir/Lucasfilm
Þar að auki sagði hann að tökur á myndinni færu fram á Íslandi og í Englandi og að tökur myndu taka um þrjá mánuði. Tökur hefjast um miðjan september. Myndin verður frumsýnd í desember 2016.

Rogue One er ein af mörgum myndum úr Star Wars heiminum sem eru nú í framleiðslu. Hún gerist í raun áður en gömlu myndirnar komu út (Á milli Episode III og Episode IV) og fjallar um hóp uppreisnarmanna sem stela teikningunum að Helstirninu.

Auk Rogue One er nú unnið að Star Wars: The Force AwakensStar Wars: Episode VIIIStar Wars: Episode XI og mynd um æsku Han Solo, sem leikinn var af Harrison Ford. Þar að auki eru sögusagnir um að einnig eigi að gera mynd um ævi hausaveiðarans Boba Fett.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.