Helga Einarsdóttir: Vantaði metnaðinn hjá öllum KR-ingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2015 17:00 Helga Einarsdóttir í leik með KR. Vísir/Vilhelm Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Helga Einarsdóttir, fráfarandi fyrirliði kvennaliðs KR í körfubolta, var í viðtali við Hjört Hjartarson í Akraborginni á X-inu í dag en stjórn körfuknattleiksdeildar KR hefur ákveðið að draga kvennaliðið úr keppni í Dominos-deild kvenna á komandi tímabili. Það hefur gengið illa að manna meistaraflokkinn og margir leikmenn höfðu yfirgefið félagið þar á meðal fyrirliðinn Helga Einarsdóttir. Stjórn körfuknattleiksdeildar KR telur það þjóni hagsmunum liðsins betur að þær ungu stelpur sem eftir standa spili í 1. deildinni en ekki í Dominos-deildinni. Hjörtur spurði Helgu fyrstu um ástæðu þess að hún fór frá KR í sumar. „Þetta var í fyrsta lagi hrikalega erfið ákvörðun eins og hjá mörgum því það er erfitt að yfirgefa KR. Ég taldi þetta bara vera orðið gott eftir átta ár," segir Helga. „Það hafa orðið miklar mannabreytingar og þetta hefur verið erfitt síðustu ár. Ég fann það eftir sumarfríið að löngunin var ekki til staðar að vera í körfubolta á þessum forsendum," sagði Helga. En er Helga þá að tala um rótleysi og tíðar manna og þjálfarabreytingar? „Einbeitingin hefur ekki verið nógu mikið á körfubolta. Þetta hefur tekið á andlega. Mér fannst kominn tími á að breyta til," sagði Helga. Var enginn leið til að safna liði enn og aftur? „Ég tók þessa ákvörðun fyrir nokkrum vikum en mér finnst þetta vera sorgleg niðurstaða að draga liðið úr keppni. Vitandi um hvernig ástandið er þarna þá skil ég ákvörðun stjórnarinnar mjög vel," sagði Helga. „Miðað við hvernig staðan er þá er ég sammála þessari ákvörðun en það hefði getað heppnast ágætlega að sameina þetta við Val. Það varð ekki úr því og þá tel ég að þetta hafi verið besta niðurstaðan," sagði Helga. En á hverju strandaði það að Valur og KR yrðu með sameiginlegt lið? „Ég veit það ekki en ég hef heyrt sögur af því. Það er ekki mitt að fara með það sem ég heyrði," segir Helga. Kvennalið KR hefur verið eitt af stóru félögunum í kvennakörfunni og því kemur það mörgum á óvart hvernig komið er fyrir liðinu núna. „Það eru bara tvö ár síðan að kvennalið KR var í úrslitunum á móti Keflavík. Kannski hefur utanumhaldið ekki verið nógu gott eins og staðan sýnir í dag. Ég held að það sé ekkert hægt að fara í felur með það," sagði Helga. „Ég ætla alls ekki að kenna stjórninni um það. Það hefur verið erfitt að fá fólk til að starfa í kringum þetta og þá sérstaklega í kringum okkur stelpurnar. Það vantaði kannski metnaðinn hjá KR-ingum öllum að koma kvennastarfinu á toppinn, bæði í körfunni og í fótboltanum," sagði Helga. Það gengur mjög vel hjá karlaliðum KR í bæði fótbolta og körfubolta sem eru bæði að berjast um gullið í öllum keppnum ár eftir ár. Kvennafótboltinn og kvennakörfuboltinn sitja hinsvegar á hakanum. Er það ekki dæmigert fyrir það sem er að gerast í íþróttum á Íslandi í dag. „Mér finnst þetta bara sorglegt en það þarf að horfa raunsætt á stöðuna. Ég varð Íslandsmeistari í 2. flokki með Stjörnunni í fótbolta 2006 og þar var tekin sú ákvörðun að liðið yrði Íslandsmeistari í meistaraflokki eftir fimm ár. Ég held að það þurfi bara einhver slík vinna að fara gang í Vesturbænum, að byggja liðið upp og gera það markvisst," sagði Helga. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ „Verður sérstök stund fyrir hana“ „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum