Lögreglumaður fjárkúgar ökumann Finnur Thorlacius skrifar 26. ágúst 2015 10:05 Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent
Birt hefur verið myndband af bandarískum lögreglumanni í Philadelphia í Bandaríkjunum sem fjárkúgar ökumann bíls sem ekki var skráður. Hann hótar ökumanninum að draga bíl hans í burtu nema hann kaupi fjáröflunarmiða lögreglunnar. Ef hann kaupi þá muni hann sleppa honum við að draga bíl hans í burtu. Þessi fjáröflun lögreglunnar er til að styðja fjölskyldur lögreglumanna og slökkviliðsmanna sem fallið hafa við störf sín. Ökumaður bílsins náði þessum hótunum lögreglumannsins á myndband úr bílnum og birti þær á Facebook. Á því sést að ökumaðurinn kaupir 3 miða fyrir 30 dollara til að sleppa við að bíll hans verði dreginn í burtu. Að sögn lögreglunnar í Philadelphia hefur lögreglumaðurinn framið glæp með athæfi sínu og líklegt má telja að hann verði ekki lengi í starfi. Auk þess að fjárkúga ökumanninn gerir hann grín að honum þar sem á bíl hans eru bleikar rúðuþurrkur og ýir að því að hann sé samkynhneigður. Ökumaðurinn skýrir hinsvegar út fyrir lögreglumanninum að ástæðan fyrir bleiku rúðuþurrkunum sé sú að hann sé að heiðra ömmu sína sem er með brjóstakrabbamein.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent