Kínakrisa á Íslandi Stjórnarmaðurinn skrifar 26. ágúst 2015 12:00 Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Íslenskur hlutabréfamarkaður hefur ekki farið varhluta af vandræðum Kínverja undanfarna daga. Þannig var mánudagurinn versti dagur í Kauphöll Íslands síðan 2010, en úrvalsvísitalan lækkaði um ríflega tvö og hálft prósent. Augljóst er að þetta megi rekja til ástandsins í Kína, þar sem hlutabréf hafa, þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda, haldið áfram að falla. Kínverskir markaðir hafa rýrnað um rétt fjörutíu prósent síðan í sumarbyrjun. Það er athyglisvert að fylgjast með hlutabréfamörkuðunum þar sem sálfræði leikur ekki síður stóra rullu en hefðbundnari mælieiningar eins og rekstrartölur og efnahagstíðindi. Í mörgum tilvikum er ekki auðvelt að sjá beintengingu milli ástandsins í Kína og þeirra verðbreytinga sem hafa orðið hérlendis. Í gær lækkuðu bréf í Nýherja mest allra, um tæp fimm prósent. Ekki er augljóst að sjá tengsl Nýherja við Kína að öðru leyti en því að félagið selur tölvubúnað sem í einhverjum tilvikum á rætur að rekja þangað. Einhver hefði talið að fall kínverska gjaldeyrisins remimbi og Bandaríkjadals undanfarið, væru þvert á móti jákvæðar fregnir enda innkaup frá Kína þeim mun hagstæðari. Sama gildir um Össur, bréfin lækkuðu um ríflega fjögur prósent. Aftur er þetta athyglisvert og ætti að þýða ódýrari innkaup á pörtum og öðru frá kínverskum verksmiðjum sem teljast varla annað en jákvæð tíðindi. Marel var svo það félag sem á eftir kom með tæplega fjögurra prósenta lækkun. Þar gætu hins vegar vandræðin í Kína spilað eðlilega rullu, enda hefur félagið sótt talsvert á Kínamarkað með vörur sínar. Samdráttur í Kína gæti því mögulega haft raunveruleg áhrif á afkomu félagsins. Hvað sem ofangreindum vangaveltum líður er ljóst að Kínakrísan hefur áhrif víða um heim og kemur við kaunin á helstu viðskiptalöndum Íslands. Því er ekki nema eðlilegt, og í raun jákvætt, að íslenskur hlutabréfamarkaður sé ekki nægjanlega staðbundinn og furðulegur til að vera ósnortinn af væringum annars staðar í heiminum. Guðlaugur Þór Þórðarson hefur viðrað þá hugmynd að ríkið ætti að selja fasteignir á borð við Þjóðskjalasafnið og Lögreglustöðina. Stjórnarmaðurinn tekur undir hvert orð, enda ekki einungis um þjóðþrifamál fyrir ríkisbudduna að ræða, heldur einnig baráttumál fyrir miðborgina. Hús miðsvæðis eiga að hýsa lifandi starfsemi, og reynslan sýnir að einkaaðilar eru gjarnari á að ramba á slíkt.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira