Fótbolti

Dregið í riðla í Meistaradeildinni í dag

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Evrópumeistarar Barcelona.
Evrópumeistarar Barcelona. vísir/getty
Síðdegis í dag verður dregið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Drátturinn fer fram í Mónakó og hefst klukkan 15:45 að íslenskum tíma. Fylgst verður með drættinum á Vísi.

Ísland á tvo fulltrúa í riðlakeppninni; Kára Árnason, leikmann Malmö, og Alfreð Finnbogason, leikmann Olympiacos.

Fyrsti leikdagur Meistaradeildarinnar er þriðjudagurinn 15. september. Meistaradeildinni lýkur svo með úrslitaleik á San Siro í Mílanó 28. maí 2016.

Búið er að raða liðunum 32 upp í fjóra styrkleikaflokka sem líta svona út (lið frá sama landi geta ekki dregist saman):

1. flokkur:

Barcelona, Juventus, Paris Saint-Germain, Zenit, PSV Eindhoven, Bayern München, Benfica, Chelsea

2. flokkur:

Manchester United, Real Madrid, Porto, Atletico Madrid, Bayer Leverkusen, Arsenal, Valencia, Manchester City

3. flokkur:

Dynamo Kiev, Galatasary, Shakhtar Donetsk, Sevilla, Olympiacos, CSKA Moskva, Lyon, Roma

4. flokkur:

Gent, Malmö, Dinamo Zagreb, Wolfsburg, BATE Borisov, Astana, Maccabi Tel-Aviv, Borussia Möchengladbach




Fleiri fréttir

Sjá meira


×