Klassískur SDG Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 28. ágúst 2015 08:00 Það kemur væntanlega engum á óvart að í gríðarlangri og gildishlaðinni grein forsætisráðherra um skipulagsmál í Reykjavík skuli hann ekki víkja einu orði að núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. Þess í stað viðheldur hann þráhyggju sinni fyrir fortíðinni og óttanum gagnvart framtíðinni og vísar í aðalskipulagið frá 1962 sem var réttilega alræmt svo hans eigið orð sé notað. Nýja skipulagið er það hins vegar ekki og það ætti að vera skoðanasystkinum ráðherrans mikið fagnaðarefni að nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur tekur af mikilli festu á öllum þeim áhyggjuefnum sem lýst er í umræddri grein. Líkindin með aðalskipulaginu og greininni eru slík að ef það væri ekki augljóst að ráðherrann hefur ekki kynnt sér skipulagið þá mætti halda að um ritstuld væri að ræða. Í ítarlegum köflum um gæði byggðar, borgarvernd og sérkafla um miðborgina svo fátt eitt sé nefnt má finna skýrar stefnur og áætlanir sem ætla mætti að ráðherrann hefði skrifað sjálfur sem lausnir við þeim vanda sem hann lýsir á dramatískan hátt í eigin grein. Það er nefnilega svo að þeir sem bera ábyrgð á skipulagsgerð hjá Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun eru þaulreyndir sérfræðingar á sínum sviðum og ólíkt ákveðnum aðilum búnir að ljúka háskólanámi í arkitektúr og skipulagsfræðum. Það er hins vegar klassískur SDG að skauta fram hjá helstu staðreyndum málsins og freista þess að ala enn frekar á sundrungu milli ríkis og borgar og gera lítið úr opinberum starfsmönnum í leiðinni. Sömu starfsmönnum og hann mun neyðast til að ráða í vinnu ef honum verður að ósk sinni um stofnun embættis skipulagsráðherra ríkisins. Röðin var vissulega komin að þeim eftir aflífunina á sjálfstætt starfandi arkitektum landsins sem ekki er treystandi til að hanna Alþingisreitinn sem nú státar af fagurgráu og steindauðu malar- og bílaplani í hjarta miðborgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun
Það kemur væntanlega engum á óvart að í gríðarlangri og gildishlaðinni grein forsætisráðherra um skipulagsmál í Reykjavík skuli hann ekki víkja einu orði að núgildandi aðalskipulagi Reykjavíkur. Þess í stað viðheldur hann þráhyggju sinni fyrir fortíðinni og óttanum gagnvart framtíðinni og vísar í aðalskipulagið frá 1962 sem var réttilega alræmt svo hans eigið orð sé notað. Nýja skipulagið er það hins vegar ekki og það ætti að vera skoðanasystkinum ráðherrans mikið fagnaðarefni að nýsamþykkt aðalskipulag Reykjavíkur tekur af mikilli festu á öllum þeim áhyggjuefnum sem lýst er í umræddri grein. Líkindin með aðalskipulaginu og greininni eru slík að ef það væri ekki augljóst að ráðherrann hefur ekki kynnt sér skipulagið þá mætti halda að um ritstuld væri að ræða. Í ítarlegum köflum um gæði byggðar, borgarvernd og sérkafla um miðborgina svo fátt eitt sé nefnt má finna skýrar stefnur og áætlanir sem ætla mætti að ráðherrann hefði skrifað sjálfur sem lausnir við þeim vanda sem hann lýsir á dramatískan hátt í eigin grein. Það er nefnilega svo að þeir sem bera ábyrgð á skipulagsgerð hjá Reykjavíkurborg og Skipulagsstofnun eru þaulreyndir sérfræðingar á sínum sviðum og ólíkt ákveðnum aðilum búnir að ljúka háskólanámi í arkitektúr og skipulagsfræðum. Það er hins vegar klassískur SDG að skauta fram hjá helstu staðreyndum málsins og freista þess að ala enn frekar á sundrungu milli ríkis og borgar og gera lítið úr opinberum starfsmönnum í leiðinni. Sömu starfsmönnum og hann mun neyðast til að ráða í vinnu ef honum verður að ósk sinni um stofnun embættis skipulagsráðherra ríkisins. Röðin var vissulega komin að þeim eftir aflífunina á sjálfstætt starfandi arkitektum landsins sem ekki er treystandi til að hanna Alþingisreitinn sem nú státar af fagurgráu og steindauðu malar- og bílaplani í hjarta miðborgarinnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun