Erlent

Donald Trump bindur enda á umræðu um upprunaleika hárs síns - Myndband

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Trump heldur áfram að trompa keppinautana.
Trump heldur áfram að trompa keppinautana. Vísir/Getty
„Nú er mál að linni,“ sagði Donald Trump á kosningafundi í Suður-Karólínu ríki Bandaríkjanna í dag. Trump var þó ekki að ræða um forsetaframboð sitt heldur um þá sem halda því fram að hann sé með hárkollu.

Hárið á Donald Trump hefur ávallt vakið athygli og nú þegar auðjöfurinn er tíður gestur í fjölmiðlum vestanhafs hefur umræða um hárið heldur færst í aukana, var það m.a. rætt á forsíðu New York Times um daginn.

Það olli því að Trump sá sig knúin til að binda enda á þessa umræðu. „Ég er ekki með hárkollu. Þetta er hárið mitt, ég sver það,“ sagði Trump er hann fékk gest á kosningafundinum til að þreyfa á hári sínu til að staðfesta það að hárið á höfði Trump væri í raun ekta. Myndband af því má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×