Valdís og Ólafía byrja vel Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. ágúst 2015 17:43 Valdís Þóra Jónsdóttir lék fyrsta keppnisdaginn á tveimur höggum undir pari. mynd/gsí Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó. Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir, Leyni, og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR, byrjuðu vel á fyrsta keppnisdeginum á LETAS móti sem hófst í Finnlandi í dag. Valdís, sem er á sínu öðru tímabili á LETAS mótaröðinni, er í 2.-4. sæti á tveimur höggum undir pari (samtals 69 höggum) en Ólafía, sem er á sínu fyrsta tímabili, er á einu undir pari (samtals 70 höggum) og er hún í 5.–10. sæti. Valdís náði góðum lokakafla eftir að hafa fengið þrjá fugla og þrjá skolla á fyrri níu holunum. Hún lagaði stöðu sína með erni á 13. braut og fuglum á 15. og 18. Alls fékk hún fimm fugla og einn örn á hringnum. Leiknar verða 54 holur og lýkur keppninni á sunnudaginn. Mótið er hluti af LETAS mótaröðinni sem er sú næst sterkasta í Evrópu. Þetta er 13. mótið hjá Ólafíu á þessu tímabili en hún er í 16. sæti á styrkleikalista mótaraðarinnar af alls 154 kylfingum sem hafa tekið þátt. Valdís Þóra er að leika á sínu 11. móti á þessu tímabili en hún er í 25. sæti á styrkleikalistanum. Það er að miklu að keppa fyrir íslensku atvinnukylfingana. Fimm efstu á stigalistanum fá keppnisrétt á sjálfri LET Evrópumótaröð kvenna á næsta tímabili. Þeir sem eru í sætum 6-20 komast beint inn á lokaúrtökumótið í haust og sleppa við fyrra úrtökumótið en þessi mót fara fram í nóvember og desember í Marokkó.
Golf Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira