Fjögur börn meðal hinna látnu guðsteinn bjarnason skrifar 29. ágúst 2015 07:00 Lík flóttafólksins, sem fannst í yfirgefinni flutningabifreið í Austurríki, flutt inn á rannsóknarstofu í Vínarborg þar sem reynt verður að varpa frekara ljósi á það sem gerðist. Nordicphotos/AFP Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsókn austurrísku lögreglunnar á láti 71 flóttamanns. Lík þeirra fundust í yfirgefinni flutningabifreið í vegarkanti á fimmtudag. Einn hinna handteknu mun vera eigandi bílsins. Meðal hinna látnu voru fjögur börn, þar af þrír drengir á aldrinum 8 til 10 ára og ein stúlka á öðru ári. Svo virðist sem fólkið hafi kafnað og talið er að það sé frá Sýrlandi, þar sem sýrlensk skilríki fundust í bílnum. Þá virðist sem fólkið hafi reynt að rjúfa gat á bifreiðina til þess að komast út. Bifreiðin er talin hafa staðið í að minnsta kosti sólarhring hreyfingarlaus í vegarkantinum áður en farið var að kanna málið. Þúsundir flóttamanna frá Sýrlandi, Erítreu og fleiri löndum í Mið-Austurlöndum og norðanverðri Afríku hafa látið lífið við tilraunir til að komast til Evrópulanda, í von um að fá þar hæli. Langflestir þeirra hafa drukknað í Miðjarðarhafi og síðast í gær fundust allt að 200 lík út af ströndum Líbíu. Fólkið hafði verið í um borð í troðfullum bát sem hvolfdi. Talið er að um 400 manns hafi verið í bátnum. Rúmlega helmingi þeirra tókst að bjarga, en um 40 lík fundust inni í bátnum og allt að 160 lík fundust á floti í hafinu þar í kring. Svo virðist sem sumir hafi verið innilokaðir í lest bátsins þegar honum hvolfdi. Þá fundust á miðvikudag 52 lík neðanþilja í skipi, sem sænska strandgæslan fann út af Líbíuströnd. Alls voru um 500 manns á því skipi og tókst að bjarga meira en 450 manns. Flóttamannastraumurinn til Evrópu er meiri nú en nokkru sinni frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Vitað er um 107.500 flóttamenn sem fóru yfir landamærin til Evrópuríkja í síðasta mánuði. Í Makedóníu er búist við að næstu mánuðina muni um þrjú þúsund manns koma yfir landamærin frá Grikklandi daglega. Evrópusambandsríki hafa verið gagnrýnd fyrir að bregðast seint og illa við þessari þróun. Andstaða íbúa við flóttafólk hefur magnast jafnt og þétt víða í löndum Evrópu. Nú í vikunni hafa verið gerðar árásir á flóttamannabúðir nánast daglega í Þýskalandi.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira