Söluhæsti júlí í sögu Porsche Finnur Thorlacius skrifar 10. ágúst 2015 16:15 Mikið flug er á Porsche þessa dagana. Um 20,733 nýir kaupendur bættust í hóp nýrra Porsche eigenda í júlímánuði. Þetta er metfjölgun og aukning uppá 22% frá sama tímabili í fyrra. Af þessum fjölda hafa t.d. 1,900 nýir 911 og Boxster sportbílaeigendur væntanlega gripið tækifærið og fangað sumarið “topplausir”. Yfir heildina litið voru afgreiddir 135,000 nýir Porsche bílar fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir 29% aukningu frá fyrra ári. “Seinni helmingur ársins byrjaði frábærlega með söluhæsta júlímánuði sögunnar hjá okkur,” segir Bernhard Maier á sölu- og markaðssviði Porsche AG. “Og við ætlum okkur ekkert að slá af. Viðskiptavinir okkar og aðdáendur Porsche mega því strax byrja að láta sig hlakka til bílasýningarinnar í Frankfurt í september. Það verður eitthvað.” Þýskir neytendur tryggðu sér 3,200 nýja Porsche bíla í júlí, sem svarar til 46% söluaukningar. Í Bandaríkjunum fengu 4.700 manns nýjan Porsche afhentan, sem er 10% aukning á sölu og jafnframt stærsti einstaki markaður Porsche í heiminum í júlímánuði 2015. Af einstökum Porsche tegundum náði sportjeppinn Macan að skáka öllum við á heimsvísu með um 7.800 bíla selda. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent
Um 20,733 nýir kaupendur bættust í hóp nýrra Porsche eigenda í júlímánuði. Þetta er metfjölgun og aukning uppá 22% frá sama tímabili í fyrra. Af þessum fjölda hafa t.d. 1,900 nýir 911 og Boxster sportbílaeigendur væntanlega gripið tækifærið og fangað sumarið “topplausir”. Yfir heildina litið voru afgreiddir 135,000 nýir Porsche bílar fyrstu sex mánuði ársins. Það jafngildir 29% aukningu frá fyrra ári. “Seinni helmingur ársins byrjaði frábærlega með söluhæsta júlímánuði sögunnar hjá okkur,” segir Bernhard Maier á sölu- og markaðssviði Porsche AG. “Og við ætlum okkur ekkert að slá af. Viðskiptavinir okkar og aðdáendur Porsche mega því strax byrja að láta sig hlakka til bílasýningarinnar í Frankfurt í september. Það verður eitthvað.” Þýskir neytendur tryggðu sér 3,200 nýja Porsche bíla í júlí, sem svarar til 46% söluaukningar. Í Bandaríkjunum fengu 4.700 manns nýjan Porsche afhentan, sem er 10% aukning á sölu og jafnframt stærsti einstaki markaður Porsche í heiminum í júlímánuði 2015. Af einstökum Porsche tegundum náði sportjeppinn Macan að skáka öllum við á heimsvísu með um 7.800 bíla selda.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent