GM veðjar á Indland Finnur Thorlacius skrifar 11. ágúst 2015 08:32 Umferðaröngþveiti í indverskri borg. Bílamarkaðurinn í Indlandi hefur verið í nokkurri lægð á undaförnum árum og þar seljast tæplega 3 milljónir bíla á ári. Ýmis teikn eru þó á lofti um aukna sölu á næstu árum og því er spáð að árið 2020 verði Indland orðinn þriðji stærsti bílamarkaður heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. General Motors ætlar greinilega ekki að missa af þessum vagni og ætlar á næstu árum að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara, eða um 134 milljarða króna í starfsemi sína í Indlandi. Enn smár bílasali í Indlandi GM seldi aðeins 56.700 bíla í fyrra í Indlandi og var markaðshlutdeild þeirra aðeins 1,8%. Þessu ætlar Mary Barra, forstjóri GM að breyta og vaxa afar hratt í Indlandi. Stefnan er að kynna 10 nýja bíla í Indlandi á næstu 5 árum og verða þeir framleiddir þar. Í dag eru japanskir og kóreskir bílaframleiðendur ráðandi á bílamarkaðnum í Indlandi. Framleiðendur eins og Suzuki og Hyundai hafa náð miklum árangri í Indlandi en bandarísk og evrópsk bílafyrirtæki hafa ekki náð að festa nægilega rótum í Indlandi og bjóða ekki nógu litla og ódýra bíla þar. Verður smíðamiðstöð fyrir ódýra bíla GM GM ætlar einmitt að framleiða ódýra og smáa bíla í Indlandi og ekki bara selja þá þar heldur einnig í öðrum löndum í Asíu. Þar munu nýjar verksmiðjur GM í Indlandi leika aðalhlutverk. Í leiðinni ætlar GM að draga úr framleiðslu sinni í S-Kóreu, en þar eru framleiddir fimmtungur af bílum GM á hverju ári. Hækkandi launakostnaður í S-Kóreu hefur hinsvegar valdið GM áhyggjum og stefnan er að flytja talsvert af framleiðslunni þaðan í nýjar verksmiðjur í Indlandi. Framleiðslan í S-Kóreru mun í leiðinni breytast í framleiðslu dýrari bíla GM. Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent
Bílamarkaðurinn í Indlandi hefur verið í nokkurri lægð á undaförnum árum og þar seljast tæplega 3 milljónir bíla á ári. Ýmis teikn eru þó á lofti um aukna sölu á næstu árum og því er spáð að árið 2020 verði Indland orðinn þriðji stærsti bílamarkaður heims á eftir Kína og Bandaríkjunum. General Motors ætlar greinilega ekki að missa af þessum vagni og ætlar á næstu árum að fjárfesta fyrir 1 milljarð dollara, eða um 134 milljarða króna í starfsemi sína í Indlandi. Enn smár bílasali í Indlandi GM seldi aðeins 56.700 bíla í fyrra í Indlandi og var markaðshlutdeild þeirra aðeins 1,8%. Þessu ætlar Mary Barra, forstjóri GM að breyta og vaxa afar hratt í Indlandi. Stefnan er að kynna 10 nýja bíla í Indlandi á næstu 5 árum og verða þeir framleiddir þar. Í dag eru japanskir og kóreskir bílaframleiðendur ráðandi á bílamarkaðnum í Indlandi. Framleiðendur eins og Suzuki og Hyundai hafa náð miklum árangri í Indlandi en bandarísk og evrópsk bílafyrirtæki hafa ekki náð að festa nægilega rótum í Indlandi og bjóða ekki nógu litla og ódýra bíla þar. Verður smíðamiðstöð fyrir ódýra bíla GM GM ætlar einmitt að framleiða ódýra og smáa bíla í Indlandi og ekki bara selja þá þar heldur einnig í öðrum löndum í Asíu. Þar munu nýjar verksmiðjur GM í Indlandi leika aðalhlutverk. Í leiðinni ætlar GM að draga úr framleiðslu sinni í S-Kóreu, en þar eru framleiddir fimmtungur af bílum GM á hverju ári. Hækkandi launakostnaður í S-Kóreu hefur hinsvegar valdið GM áhyggjum og stefnan er að flytja talsvert af framleiðslunni þaðan í nýjar verksmiðjur í Indlandi. Framleiðslan í S-Kóreru mun í leiðinni breytast í framleiðslu dýrari bíla GM.
Mest lesið Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent