Þórir Ólafsson verður sérstakur ráðgjafi Selfyssinga Kristinn Páll Teitsson skrifar 11. ágúst 2015 14:45 Þórir með Stefáni Árnasyni, þjálfara Meistaraflokks og Grími Hergeirssyni, aðstoðarþjálfara. Mynd/Aðsend Þórir Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, verður uppeldisfélagi sínu til aðstoðar í uppbyggingu handboltadeildar Selfoss en þetta var staðfest í tilkynningu frá félaginu rétt í þessu. Þórir sem lék um árabil sem atvinnumaður í handbolta hóf feril sinn í treyju Selfyssinga áður en hann gekk til liðs við Hauka þar sem hann varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Þórir lék í níu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Póllandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands og lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en hann lagði skónna á hilluna í vor. Verður hann handboltadeild Selfoss innan handar í vetur ásamt því að æfa og aðstoða við þjálfun liðsins.Tilkynningin: Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss. Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki hóf feril sinn hjá Selfoss , hann spilaði síðan með Haukum og varð íslandsmeistari með þeim í þrígang á árunum 2003-2005. Þórir fór síðan til Þýskalands og spilaði með TuS Nettelstedt-Lübbecke við góðan orðstír áður en hélt til Póllands árið 2011, en þar spilaði hann fyrir Vive Targi Kielce til ársins 2014 áður en hann kom heim að nýju. Hann spilaði fyrir Stjörnuna á síðasta keppnistímabili. Þórir hefur spilað 112 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað 277 mörk í þeim. hans fyrsti landsleikur var á móti BNA í janúar 2001. Þórir tók þátt í 5 stórmótum fyrir Íslands hönd: EM Sviss 2006, HM Svíþjóð 2011 EM Serbíu 2012 HM Spánn 2013 EM Danmörg 2014 síðasti landsleikur hans var á móti Svartfjallalandi í nóv 2014. Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar deildarinnar, hann verður þjálfurum meistarflokkanna beggja til halds og trausts, hann mun taka þátt í æfingum flokkanna og veita þjálfurum ráðgjöf. Að auki mun hann vera stjórn innan handar. Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara handknattleiksdeildar Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara. f.h. stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss, Magnús Matthíasson ritari. Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira
Þórir Ólafsson, fyrrum landsliðsmaður í handbolta, verður uppeldisfélagi sínu til aðstoðar í uppbyggingu handboltadeildar Selfoss en þetta var staðfest í tilkynningu frá félaginu rétt í þessu. Þórir sem lék um árabil sem atvinnumaður í handbolta hóf feril sinn í treyju Selfyssinga áður en hann gekk til liðs við Hauka þar sem hann varð Íslandsmeistari þrjú ár í röð. Þórir lék í níu ár í atvinnumennsku í Þýskalandi og Póllandi áður en hann sneri aftur heim til Íslands og lék með Stjörnunni á síðasta tímabili en hann lagði skónna á hilluna í vor. Verður hann handboltadeild Selfoss innan handar í vetur ásamt því að æfa og aðstoða við þjálfun liðsins.Tilkynningin: Handknattleiksdeild Selfoss hefur ráðið Þóri Ólafsson fyrrum landsliðsmann í handbolta sem formann fagráðs handknattleiksdeildar Selfoss. Þórir sem á farsælan feril sem atvinnumaður í handbolta að baki hóf feril sinn hjá Selfoss , hann spilaði síðan með Haukum og varð íslandsmeistari með þeim í þrígang á árunum 2003-2005. Þórir fór síðan til Þýskalands og spilaði með TuS Nettelstedt-Lübbecke við góðan orðstír áður en hélt til Póllands árið 2011, en þar spilaði hann fyrir Vive Targi Kielce til ársins 2014 áður en hann kom heim að nýju. Hann spilaði fyrir Stjörnuna á síðasta keppnistímabili. Þórir hefur spilað 112 landsleiki fyrir Íslands hönd og skorað 277 mörk í þeim. hans fyrsti landsleikur var á móti BNA í janúar 2001. Þórir tók þátt í 5 stórmótum fyrir Íslands hönd: EM Sviss 2006, HM Svíþjóð 2011 EM Serbíu 2012 HM Spánn 2013 EM Danmörg 2014 síðasti landsleikur hans var á móti Svartfjallalandi í nóv 2014. Þórir verður faglegur ráðgjafi stjórnar deildarinnar, hann verður þjálfurum meistarflokkanna beggja til halds og trausts, hann mun taka þátt í æfingum flokkanna og veita þjálfurum ráðgjöf. Að auki mun hann vera stjórn innan handar. Fagráð handknattleiksdeildar Selfoss er auk Þóris skipað þeim Einari Guðmundssyni yfirþjálfara handknattleiksdeildar Selfoss og landsliðsþjálfara U-19 og Vésteini Hafsteinssyni frjálsíþróttaþjálfara. f.h. stjórnar handknattleiksdeildar Selfoss, Magnús Matthíasson ritari.
Olís-deild karla Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Fleiri fréttir Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Sjá meira