Einn flottur frá Hyundai í Pebble Beach Finnur Thorlacius skrifar 13. ágúst 2015 10:38 Hyundai HCD-16 Vision G Coupe Concept. Þennan laglega bíl mun Hyundai sýna á Pebble Beach Concours d´Elegance bílasýningunni sem hefst þann 16. ágúst í Kaliforníu. Bíllinn hefur fengið vinnuheitið HCD-16 Vision G Coupe Concept og er teiknaður af yfirhönnuði Hyundai og Kia, Peter Schreyer. Schreyer lét hafa eftir sér að bílar þurfi ekki að vera hlaðnir lúxus og vera rándýrir til að geta verið fallegir, en þessi bíll á líkt og aðrir bílar Hyundai að vera fremur ódýr. Hann er með óvenju langt húdd, litla glugga og stóra hliðarfleti, líkt og margur annar eðalbíllinn. Afturendinn minnir um margt á Bentley bíla og er ekki leiðum að líkjast þar. Undir stóru húddinu lúrir sama 420 hestafla V8 vélin og finna má í Hyundai Equus og Genesis bílunum, svo ekkert nýtt er að finna þar og ætti því þróunarkostnaðurinn ekki að sliga Hyundai við framleiðslu bílsins, en aflið engu að síður að vera yfrið fyrir ekki stærri bíl. Ein af tækninýjungum í þessum bíl er að bílstjórahurðin opnast sjálfkrafa þegar ökumaður nálgast bílinn með bíllykilinn í vasanum. HCD-nafnið á bílnum á skýringu í Hyundai California Design og talan 16 merkir sextánda tilraunabíl Hyundai sem kemur frá hönnunardeild þeirri sem sá um teikningu bílsins. Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent
Þennan laglega bíl mun Hyundai sýna á Pebble Beach Concours d´Elegance bílasýningunni sem hefst þann 16. ágúst í Kaliforníu. Bíllinn hefur fengið vinnuheitið HCD-16 Vision G Coupe Concept og er teiknaður af yfirhönnuði Hyundai og Kia, Peter Schreyer. Schreyer lét hafa eftir sér að bílar þurfi ekki að vera hlaðnir lúxus og vera rándýrir til að geta verið fallegir, en þessi bíll á líkt og aðrir bílar Hyundai að vera fremur ódýr. Hann er með óvenju langt húdd, litla glugga og stóra hliðarfleti, líkt og margur annar eðalbíllinn. Afturendinn minnir um margt á Bentley bíla og er ekki leiðum að líkjast þar. Undir stóru húddinu lúrir sama 420 hestafla V8 vélin og finna má í Hyundai Equus og Genesis bílunum, svo ekkert nýtt er að finna þar og ætti því þróunarkostnaðurinn ekki að sliga Hyundai við framleiðslu bílsins, en aflið engu að síður að vera yfrið fyrir ekki stærri bíl. Ein af tækninýjungum í þessum bíl er að bílstjórahurðin opnast sjálfkrafa þegar ökumaður nálgast bílinn með bíllykilinn í vasanum. HCD-nafnið á bílnum á skýringu í Hyundai California Design og talan 16 merkir sextánda tilraunabíl Hyundai sem kemur frá hönnunardeild þeirri sem sá um teikningu bílsins.
Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent