Erlent

Beittu efnavopnum gegn kúrdískum hermönnum

Atli Ísleifsson skrifar
ISIS-liðar hafa áður verið sakaðir um að beita klórgasi gegn sveitum Kúrda.
ISIS-liðar hafa áður verið sakaðir um að beita klórgasi gegn sveitum Kúrda. Vísir/AFP
Talsmaður þýska varnarmálaráðuneytisins hefur greint frá því ráðist var á fleiri tugi kúrdískra Peshmerga-hermanna með efnavopnum nærri bænum Erbil í norðurhluta Íraks.

Í frétt NRK segir að árásin hafi átt sér stað í gær og hafi um sextíu hermanna fengið brunasár í öndunarvegi.

„Þetta var efnavopnaárás. Bandarískir og írakskir sérfræðingar eru á leið frá Bagdad til að rannsaka hvað hefur átt sér stað,“ segir talsmaður þýska varnarmálaráðuneytisins.

Hann vill ekki fullyrða neitt um hverjir bera ábyrgð á árásinni, en ISIS-liðar hafa áður verið sakaðir um að beita klórgasi gegn sveitum Kúrda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×